Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. 12.8.2025 11:06
Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp Ísraelshers á blaðamönnum á Gasaströndinni og sakar Ísraelsmenn um þjóðarmorð. Félagið vill að ríkisstjórn Íslands sýni dug og beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindum. 11.8.2025 16:59
Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu. 11.8.2025 14:49
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11.8.2025 12:12
Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega. 8.8.2025 17:09
Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift. 8.8.2025 15:00
Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Nígerísk leikkona, dóttir eins ríkasta manns heims, mun vera að gifta sig í Hallgrímskirkju í dag. Kirkjan er lokuð milli klukkan þrjú og fimm í dag vegna þess. 8.8.2025 11:48
Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Þó ekki séu fleiri en sjö mánuðir liðnir af fjögurra ára kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru þungavigtarmenn í Demókrataflokknum strax byrjaðir að leggja grunn að hugsanlegu framboði í næstu forsetakosningum árið 2028. Sumir eru lúmskari en aðrir. 7.8.2025 17:45
Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þyrla var kölluð út að Þakgili sunnan Mýrdalsjökuls um klukkan hálffjögur síðdegis í dag vegna slasaðrar hjólreiðakonu. 7.8.2025 15:52
Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hefur ekkert breyst þrátt fyrir kosningaloforð Viðreisnar um að bæta úr stöðu mála, að sögn formanns Sálfræðingafélagsins, sem telur samning Sjúkratrygginga Íslands við hið opinbera hvorki veita sálfræðingum næg kjör né sjúklingum næga þjónustu. Viðtal hjá sjálfræðingi er dýrt og sumir leita frekar á náðir gervigreindar heldur en sérfræðinga, en því fylgir áhætta. 7.8.2025 11:35