Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Agnar Már Másson skrifar 31. ágúst 2025 18:50 Sjálfstæðismaðurinn Marta Guðjónsdóttir mun hafa lagt fram tillögu um friðarfána Reykjavíkurborgar á fundi forsætisnefndar. Sólveig Anna kallar tillögu hennar woke. Aðsend Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir tillögur sjálfstæðismanna um „friðarfána“ Reykjavíkur vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Þá telur hún að frekar ætti að nefna friðarsúluna „woke-súluna“ enda sé hún gagnslaus dyggðaskreyting. Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“ Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“
Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira