„Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik MLS deildin hófst í nótt og nýja liðið San Diego FC lagði ríkjandi meistara LA Galaxy 2-0, í fyrsta keppnisleik í sögu félagsins. Daninn Anders Dreyer skoraði bæði mörkin fyrir „danska félagið“ San Diego FC. 24.2.2025 20:31
Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Íslendingaliðið Bergischer vann níu marka stórsigur, 26-35, gegn Bayer Dormagen í næstefstu deild þýska handboltans. 24.2.2025 20:17
Gísli og félagar með fullt hús stiga Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad í 2-0 sigri gegn Landskrona í sænsku bikarkeppninni í fótbolta. Daníel Tristan Guðjohnsen var ónotaður varamaður og Arnór Sigurðarson var ekki í leikmannahópnum hjá Malmö, sem lagði Landskrona að velli. 24.2.2025 19:32
Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Forseti franska félagsins Marseille, Pablo Longoira, hefur dregið ummæli, þar sem hann ásakaði dómarastéttina í Frakklandi um spillingu, til baka. Hann segist hafa misskilið merkingu orðsins „spilling“ og aldrei ætlað að gefa í skyn að dómarar þægju mútur. 24.2.2025 18:46
Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Al Orobah í 2-1 sigri gegn Damac í 22. umferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar. 24.2.2025 18:04
Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu. 24.2.2025 07:31
„Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ „Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar. 23.2.2025 22:06
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23.2.2025 21:00
„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu. 20.2.2025 23:09
Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku. 20.2.2025 22:00