Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kynnti landsliðshópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM 2026 og sat fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 27.8.2025 12:36
Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Hlaupaþjálfarinn og fjölskyldufaðirinn Gjert Ingebrigtsen var fyrr á þessu ári dæmdur fyrir heimilisofbeldi en er ekki hættur þjálfun. Hann hefur hins ekki fengið leyfi til að fara á heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum í næsta mánuði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 26.8.2025 16:47
Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Tennisstjarnan Carloz Alcaraz mætti snoðaður til leiks á opna bandaríska meistaramótið í gærkvöldi. 26.8.2025 15:47
Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Cadillac mun senda lið til leiks í Formúlu 1 á næsta tímabili og hefur nú samið við ökumenn. Reynsluboltarnir Sergio Perez og Valtteri Bottas munu keyra Cadillac bílana. 26.8.2025 14:15
„Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir fann hlutina smella saman á æfingu í síðustu viku og sló Íslandsmetið í sleggjukasti um helgina. Hún er orðin vongóð um að komast á heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tókýó í Japan í næsta mánuði. 26.8.2025 11:00
„Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Knattspyrnumaðurinn Galdur Guðmundsson segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, hafa sannfært hann um að skrifa undir samning við Vesturbæjarliðið. Galdur er snúinn aftur hingað heim til að spila meira en stefnir á að komast aftur út í atvinnumennsku. 25.8.2025 12:30
„Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir skipulagið, eða skort þar á, í kringum Reykjavíkurmaraþonið. Formaður ÍBR segir að breytingum fylgi mistök en þau muni ekki endurtaka sig og heilt yfir hafi hlaupið verið ótrúlega vel skipulagt. 25.8.2025 10:27
Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason ákváðu í sameiningu í sumar að leggja handboltaskóna á hilluna, eftir að hafa fylgst að og verið liðsfélagar nánast allan ferilinn. Þeir hafa lent í ýmsum ævintýrum og einna eftirminnilegust er landsliðsferð til Noregs. 23.8.2025 08:01
Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Valsmaðurinn og markahrókurinn mikli Patrick Pedersen sleit hásin í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra og verður frá út tímabilið hið minnsta. Slík meiðsli krefjast vanalega margra mánaða endurhæfingar. 22.8.2025 21:54
„Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ „Þetta er óraunveruleg upplifun. Ég neitaði að trúa þessu fyrr en dómarinn flautaði leikinn af“ sagði bikarmeistarinn Guy Smit, sem var að vinna sinn fyrsta titil hér á landi líkt og flestallir leikmenn Vestra. Hann segir það frekar sturlað að lið frá Ísafirði sé bikarmeistari. 22.8.2025 21:38
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent