Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Willum Þór Willumsson skoraði eina mark leiksins í sigri Birmingham gegn Sutton í fyrstu umferð FA bikarsins. Alfons Sampsted kom inn á undir lok leiks. Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby sem féll úr leik gegn Wealdstone í gærkvöldi. 3.11.2024 14:28
Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Damien Duff stýrði liði Shelbourne til fyrsta deildarmeistaratitilsins á Írlandi í 18 ár. Hann sótti innblástur til tíma síns sem leikmanns undir José Mourinho, sem sendi liðinu myndskilaboð fyrir leik og hvatti þá til sigurs. 3.11.2024 14:01
Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði níutíu mínútur í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Nordsjælland tapaði 2-1 á útivelli gegn Fortuna. 3.11.2024 13:59
Cecilía Rán varði mark Inter í svekkjandi tapi gegn Fiorentina Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í 2-1 tapi gegn Fiorentina í áttundu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Hún átti fjórar vörslur í dag, þar af tvær úr skotum inni í vítateig, en gat ekki komið í veg fyrir endurkomu Fiorentina. 3.11.2024 13:35
Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Tottenham lenti undir gegn Aston Villa en skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik og fór með 4-1 sigur í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 3.11.2024 13:30
Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Lando Norris verður á ráspól í Sau Paulo, Brasilíu kappakstri Formúlu 1 síðar í dag. Ríkjandi heimsmeistarinn og hans helsti keppinautur, Max Verstappen, verður sá sautjándi. 3.11.2024 12:49
Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Marcelo og brasilíska félagið Fluminese hafa komist að samkomulagi um samningslok leikmannsins, eftir rifrildi við þjálfarann Mano Menezes á hliðarlínunni þegar Marcelo undirbjó sig fyrir að koma inn á gegn Gremio í deildarleik á dögunum. 3.11.2024 11:30
Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon svöruðu spurningum Stefáns Árna Pálssonar á Körfuboltakvöldi eftir fimmtu umferð Bónus deildar karla. Meðal þess sem þeir veltu fyrir sér var hvort Höttur gæti fallið, hvort Stjarnan yrði deildarmeistari og hvort Njarðvík gæti orðið Íslandsmeistari. 3.11.2024 11:01
Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Thomas Tuchel hefur fengið leyfi frá enska knattspyrnusambandinu fyrir því að vera að hluta til í fjarvinnu. Hann mun lifa og starfa í bæði Lundúnum og München, þegar hann tekur við starfi landsliðsþjálfara í janúar. 3.11.2024 10:31
Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Cleveland Cavaliers rétt mörðu eins stigs sigur gegn Milwaukee Bucks. Oklahoma City Thunder unnu öruggan þrettán stiga sigur gegn Los Angeles Clippers. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki í upphafi tímabils og sitja í efstu sætum austur- og vesturdeildanna. 3.11.2024 09:47