

Íþróttafréttamaður
Ágúst Orri Arnarson
Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.
Nýjustu greinar eftir höfund

Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn
Handboltalandsliðskonan Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk fyrir Blomberg-Lippe í 28-25 sigri gegn Bera Bera í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

„Mér fannst það svolítið vanta í dag“
Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar.

„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“
Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt.

Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér
Martin Hermannsson gaf tíu stoðsendingar í svekkjandi 80-84 tapi Alba Berlin gegn Wurzburg.

Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda
Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim í seinni leikinn gegn slóvakíska liðinu MSK Iuventa í undanúrslitum Evrópubikarsins. 25-23 urðu lokatölur en Valur var sex mörkum undir í hálfleik.

Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum
Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði og lagði upp mark í 6-0 sigri Vålerenga gegn Kolbotn í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.

Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“
„Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum.

Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari
Fyrrum lögreglukonan Tiara Brown varð WBC heimsmeistari í fjaðurvigt eftir sigur gegn Skye Nicolson í titilbardaga. Ákvörðun hennar að hætta lögreglustörfum árið 2021 hefur heldur betur borgað sig.

Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira
Fjörug dagskrá er á íþróttarásunum í dag. Landsleikur Íslands og Kósovó verður í opinni dagskrá en einnig má finna beinar útsendingar frá Formúlunni, bikarkeppni yngri flokka, golfmóti í Singapúr, NBA og NHL.

Gunnar tapaði á stigum
Gunnar Nelson tapaði bardaga sínum gegn Kevin Holland á stigum dómara. Gunnar var vankaður í fyrstu lotu og lenti í vandræðum, náði samt að koma sér í góða stöðu undir lokin en tókst ekki að láta andstæðinginn gefast upp.