Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar. 7.3.2025 11:39
Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Sjötugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. 6.3.2025 16:06
Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm. 6.3.2025 15:06
Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum. 6.3.2025 15:03
Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Forseti Hæstaréttar segir af og frá að fækka dómurum við réttinn úr sjö í fimm, líkt og lagt er til í einni sextíu hagræðingartillagna sem lagðar voru fram í gær. Með tillögunni sé æðsta dómstigi þjóðarinnar sýnd vanvirðing. 5.3.2025 17:50
Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. 5.3.2025 12:05
Skipverji brotnaði og móttöku frestað Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. 5.3.2025 11:25
Nýir eigendur endurreisa Snúruna Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug. 5.3.2025 10:56
Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Ólöglega lagðir bílar, hjartnæm kveðjustund formanns, endurtalning vegna tæpustu kosningaúrslita sem um getur, kampavínsbjalla, bann við lausagöngu Framsóknarmanna, táraflóð, taumlaus gleði og baráttuandi eru allt orð sem koma upp í hugann þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi er gerður upp. Vísir var á landsfundi. 5.3.2025 07:03
Eldrauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum. 4.3.2025 16:53