

Fréttamaður
Árni Sæberg
Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum
Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna.

Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu.

Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé
Enn er langt í land í rannsókn máls Quangs Lé, sem grunaður er um umfangsmikið mansal. Yfirlögregluþjónn segir á annan tug hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókninni.

Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“
Verðlagseftirlit ASÍ segir verðlagseftirlitsmönnum sannarlega hafa verið vísað á dyr í Melabúðinni, þrátt fyrir fullyrðinga verslunarstjóra verslunarinnar um annað. Eftirlitið leggi ekki mat á gæði en það sé réttur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt.

Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitir fyrsta spilastokknum sem tileinkaður er Riddurum kærleikans og Minningarsjóði Bryndísar Klöru viðtöku á málþingi á Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldið er í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 13:00 þar sem yfirskriftin er: Kærleikur og samkennd– mikilvægi félagslegra tengsla fyrir hamingju og velsæld. Málþingið má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi
Jeppi endaði á hvolfi þegar fjórir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Víkurveg í morgun. Bílarnir virðast talsvert skemmdir en enginn hlaut alvarlega áverka í árekstrinum.

Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis
Forsvarsmaður Lyfjablóms ehf., sem staðið hefur í umfangsmiklum málaferlum undanfarin ár, furðar sig á því að Sólveig Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, neiti að veita upplýsingar sem máli gætu skipt varðandi málshöfðun á hendur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis banka.

Bíða enn niðurstöðu um varðhald
Gerð hefur verið krafa um framlengingu gæsluvarðhalds um eina viku yfir þremur sakborningum í manndrápsmálinu í Gufunesi og bíður lögreglan á Suðurlandi niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur að óbreyttu út í dag.

Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“
Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn segir brunann í Kringlunni hafa gert út af við reksturinn. Starfsmenn hafi þegar fengið laun greidd og hann vonist til þess að birgjar fái sitt út úr þrotabúinu.

Indó ríður aftur á vaðið
Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti.