Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Sigurður Guðmundsson, kylfingur úr Golfklúbbi Sandgerðis náði framúrskarandi árangri á Golf Masters mótinu í Makaó undir lok síðasta mánaðar. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur sæti á mótinu og Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna. 5.10.2024 08:00
Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma. 3.10.2024 10:06
Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3.10.2024 09:29
Ljónagryfjan kvödd: „Hérna var sagan skrifuð“ Komið er að tímamótum í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Ljónagryfjan sem hefur reynst gjöful í gegnum árin var formlega kvödd í gær og við tekur nýr kafli í nýju íþróttahúsi í Stapaskóla. Teitur Örlygsson, einn sigursælasti körfuboltamaður Íslands, hefur alist upp í Ljónagryfjunni. Upplifað þar stundir sem hann heldur nærri hjarta sínu. 2.10.2024 09:31
Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. 1.10.2024 09:31
Leikmenn láta í sér heyra: „Við erum í hættu“ Jurren Timber, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins, segir leikmönnum stafa hættu af leikjaálagi. Fjöldi leikja sé of mikill og segir hann leikmenn ræða mikið um þetta sín á milli. 30.9.2024 16:46
Dikembe Mutombo látinn NBA goðsögnin Dikembe Mutombo er látinn 58 ára að aldri eftir baráttu við heilaæxli. NBA deildin greinir frá þessu í yfirlýsingu. 30.9.2024 15:14
Liverpool ekki meistaraefni: „Eru langt á eftir City og Arsenal“ Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur að Liverpool geti ekki barist við Manchester City og Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. Lærisveinar Arne Slot séu langt á eftir þeim liðum. 30.9.2024 14:32
Enginn „heimsendir“ verði Keflavík ekki Íslandsmeistari Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari. 30.9.2024 13:47
Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur 30.9.2024 11:32
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent