„Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2025 13:00 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hálfbróður Margrétar Löf segir að áfram verði gerð krafa um að brottfall erfðaréttar hennar. Vísir/Vilhelm Það er ríkissaksóknara að meta hvort dómurinn yfir Margréti Löf hafi verið of vægur segir settur varahéraðssaksóknari í málinu. Hún var í gær dæmd í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og sérstaklega hættulega líkamsárás. Ákæruvaldið benti á að það væru lagaskilyrði fyrir lengri dómi. Lögmaður hálfbróður hennar segir samfélagslega óttækt að kröfu um brottfall erfðaréttar hafi verið vísað frá. Haldið verði áfram með málið. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Margréti Höllu Hansdóttur Löf í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni á heimili þeirra í apríl á þessu ári. Margrét Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún hafi hins vegar aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða. Umhyggja hafi alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. Í dómnum er farið ítarlega yfir það ofbeldi sem Margrét beitti foreldra sína frá nóvember 2024 til 11. apríl þegar faðir hennar lést og móðir hennar slasaðist. Foreldrarnir hafi síendurtektið þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna þess á tímabilinu. Í dómnum kemur fram að brot ákærðu séu metin svívirðileg og hún eigi sér sér engar málsbætur. Ríkissaksóknara að ákveða hvort dómnum verði áfrýjað Karl Ingi Vilbergsson settur varahéraðssaksóknari sem fór með ákæruvald í málinu, benti á það í málsmeðferð sinni að það væru dómafordæmi fyrir lengri dómi en 16 ár en þau eru allt að 20 ár. Hann sagði í samtali við fréttastofu að það væri ákvörðun ríkissaksóknara að meta hvort dómurinn yfir Margréti Löf hafi verið of vægur. Það sama gildi um brottfall erfðaréttar en héraðsdómur hafnaði kröfu hálfbróður hennar þess eðlis á grundvelli þess að um einkaréttarkröfu væri að ræða, slík krafa verði að koma frá ákæruvaldinu. Samfélagslega óttækt að hafna kröfunni Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður fór með einkaréttarmál fyrir hönd hálfbróður Margrétar Löf í málinu. Hann krafðist þess að ákveðið yrði, að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til þess að erfa hann. Kröfunni var vísað frá héraðsdómi og vísað til þess að svipting erfðaréttar teljist samkvæmt lögum til refsikenndra viðurlaga við afbroti og að ákvörðun um slíka kröfu verði að koma frá ákæruvaldinu. „Það var ekki fallist á kröfu um brottfall erfðaréttar og henni var vísað frá dómi. Það verður einfaldlega látið á það reyna. Það gengur ekki upp í réttarríki að manneskja sem fyrirkemur annarri manneskju taki svo arf eftir viðkomandi. Það er gjörsamlega samfélagslega ótækt,“ segir Vilhjálmur. Það eigi eftir að ákveða með hvaða hætti verði haldið áfram með málið. „Það á eftir að taka ákvörðun um það. Það veltur á því hvort það verði áframhald á sakamálinu þ.e. hvort því verður áfrýjað eða ekki. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig verður farið inn í það en það verður gert,“ segir Vilhjálmur. Dómurinn féllst á kröfur hálfbróðursins um miskabætur. „Það var fallist á aðrar kröfur um miskabætur og svo var ákærða dæmd til að greiða lögmannskostnað. „Það var fallist á kröfur um miskabætur og svo var ákærða dæmd til að greiða lögmannskostnað. Krafan var ekki tekin til greina að fullu og miskabæturnar hefðu mátt vera hærri þó að það sé ekki aðalatriðið í þessu máli. Miskabæturnar voru tvær milljónir og lögmannskostnaðurinn ein og hálf milljón króna,“ segir Vilhjálmur. Grunuð um manndráp við Súlunes Lögreglumál Eldri borgarar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Margréti Höllu Hansdóttur Löf í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni á heimili þeirra í apríl á þessu ári. Margrét Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún hafi hins vegar aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða. Umhyggja hafi alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. Í dómnum er farið ítarlega yfir það ofbeldi sem Margrét beitti foreldra sína frá nóvember 2024 til 11. apríl þegar faðir hennar lést og móðir hennar slasaðist. Foreldrarnir hafi síendurtektið þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna þess á tímabilinu. Í dómnum kemur fram að brot ákærðu séu metin svívirðileg og hún eigi sér sér engar málsbætur. Ríkissaksóknara að ákveða hvort dómnum verði áfrýjað Karl Ingi Vilbergsson settur varahéraðssaksóknari sem fór með ákæruvald í málinu, benti á það í málsmeðferð sinni að það væru dómafordæmi fyrir lengri dómi en 16 ár en þau eru allt að 20 ár. Hann sagði í samtali við fréttastofu að það væri ákvörðun ríkissaksóknara að meta hvort dómurinn yfir Margréti Löf hafi verið of vægur. Það sama gildi um brottfall erfðaréttar en héraðsdómur hafnaði kröfu hálfbróður hennar þess eðlis á grundvelli þess að um einkaréttarkröfu væri að ræða, slík krafa verði að koma frá ákæruvaldinu. Samfélagslega óttækt að hafna kröfunni Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður fór með einkaréttarmál fyrir hönd hálfbróður Margrétar Löf í málinu. Hann krafðist þess að ákveðið yrði, að með því að drepa föður sinn hafi hún fyrirgert rétti sínum til þess að erfa hann. Kröfunni var vísað frá héraðsdómi og vísað til þess að svipting erfðaréttar teljist samkvæmt lögum til refsikenndra viðurlaga við afbroti og að ákvörðun um slíka kröfu verði að koma frá ákæruvaldinu. „Það var ekki fallist á kröfu um brottfall erfðaréttar og henni var vísað frá dómi. Það verður einfaldlega látið á það reyna. Það gengur ekki upp í réttarríki að manneskja sem fyrirkemur annarri manneskju taki svo arf eftir viðkomandi. Það er gjörsamlega samfélagslega ótækt,“ segir Vilhjálmur. Það eigi eftir að ákveða með hvaða hætti verði haldið áfram með málið. „Það á eftir að taka ákvörðun um það. Það veltur á því hvort það verði áframhald á sakamálinu þ.e. hvort því verður áfrýjað eða ekki. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig verður farið inn í það en það verður gert,“ segir Vilhjálmur. Dómurinn féllst á kröfur hálfbróðursins um miskabætur. „Það var fallist á aðrar kröfur um miskabætur og svo var ákærða dæmd til að greiða lögmannskostnað. „Það var fallist á kröfur um miskabætur og svo var ákærða dæmd til að greiða lögmannskostnað. Krafan var ekki tekin til greina að fullu og miskabæturnar hefðu mátt vera hærri þó að það sé ekki aðalatriðið í þessu máli. Miskabæturnar voru tvær milljónir og lögmannskostnaðurinn ein og hálf milljón króna,“ segir Vilhjálmur.
Grunuð um manndráp við Súlunes Lögreglumál Eldri borgarar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira