Svona leit Reykjavík út á fimmta áratugnum Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum. 3.12.2023 08:01
Óvinnufær eftir árás nemanda Valgerður Þórunn Ásgeirsdóttir var nýbyrjuð að vinna sem iðjuþjálfi í grunnskóla þegar hún varð fyrir árás af hálfu nemanda og slasaðist illa. Afleiðingarnar voru þær að hún varð óvinnufær og datt út af vinnumarkaði. 2.12.2023 13:28
„Var búin að tapa öllu sem ég átti“ Ástrós Lind Eyfjörð var 24 ára gömul þegar hún ánetjaðist spilakössum. Hún þróaði strax með sér gífurlega sterka fíkn og þráhyggju og tapaði háum fjárhæðum á stuttum tíma. Á tímabili var vanlíðan hennar svo mikil að hún íhugaði að svipta sig lífi. 2.12.2023 09:00
„Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“ „Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. 1.12.2023 06:30
Flóðgáttirnar opnast þegar loksins er rætt um áföllin Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar. 27.11.2023 07:01
„Ég þakka bara guði fyrir að þetta endaði ekki verr" „Ég treysti ekki lengur íslenska heilbrigðiskerfinu, eða fæðingardeildinni. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir sem starfa þar eru frábær, en það er alltof mikið á þau lagt. Þau gera sitt besta, en á meðan það er svona mikil mannekla, og alltof fáir læknar, þá eru alltof miklar líkur á að þetta gerist. Ríkið verður að grípa inn í,“ segir Katarina Troppova, slóvakísk kona sem búsett er á Íslandi. 26.11.2023 22:25
Svona var lífið hjá setuliðinu í Keflavík árið 1955 Fyrir nokkrum árum rakst Einar Óskar Sigurðsson fyrir tilviljun á ljósmyndasafn til sölu á Ebay. Hluti myndanna reyndust vera frá Íslandi á árunum eftir seinna stríð og voru teknar af óþekktum bandarískum manni sem gegndi herþjónustu hér á landi á sjötta áratugnum. 26.11.2023 13:20
Fundu bróður sinn fyrir hreina tilviljun eftir áratuga leit Snemma á níunda áratugnum fengu hálfsysturnar Ingibjörg Gréta og Magga Gísladætur að vita að faðir þeirra hefði eignast son áður en þær tvær fæddust. Drengurinn hafði verið gefinn til ættleiðingar og ekkert var vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir langa og ítarlega leit, sem spannaði hartnær fjóra áratugi, tókst systrunum ekki að hafa uppi bróður sínum. 25.11.2023 08:30
„Ég er stundum hissa á því hvernig ég komst í gegnum þetta“ „Ég fæ enn kvíðaköst, martraðir eða slæmar minningar út af þessum þjálfara. Hún var ekki bara ströng heldur var hún mjög ofbeldisfull og notaði alls ekki réttar aðferðir,“ segir Elísabet Sævarsdóttir. 20.11.2023 07:01
Ætlaði ekki að verða þrítug og enn með sín brjóst „Mér persónulega hefði ekki dottið í hug fyrir tíu árum að í erfðamengi mínu væri tifandi tímasprengja,“ segir Bergfríður Þóra Óttarsdóttir. Hún var 24 ára gömul þegar hún fékk að vita að hún væri arfberi íslensku BRCA 2 erfðabreytunnar, sem vegna krabbameinshættu styttir ævilengd arfberanna að meðaltali um sjö ár. Vitneskjan gaf henni tækifæri á því að gera ráðstafanir til að gangast undir brjóstnám og draga þannig verulega úr líkunum á brjóstakrabbameini. 19.11.2023 13:39