Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26.8.2025 11:58
„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar. 25.8.2025 22:31
Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19.8.2025 22:00
Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári. 19.8.2025 11:40
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19.8.2025 08:31
„Það er hetja á Múlaborg“ Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. 18.8.2025 20:45
Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sífellt fleiri ungir karlmenn lenda í spilavanda eftir að hafa stundað veðmál á ólöglegum veðmálasíðum að sögn prófessors við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld bregðist við og hætti að skella skolleyrum við vandanum. 18.8.2025 18:20
Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Starfsmaður á Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti á leikskólanum vegna sérkennilegs háttalags. Þetta hermar heimildir fréttastofu. Foreldri barns á leikskólanum segir stórskrýtið að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu. 18.8.2025 13:10
Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Samgöngur á Vesturlandi hafa orðið útundan undanfarin ár, að mati Samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Forsvarsfólk þeirra krafðist úrbóta á fundi með ríkistjórninni á fimmtudag. Þá þurfi að bæta fjarskiptakerfi, fjölga hjúkrunarrýmum og berjast gegn verndartollum á kísiljárn. 16.8.2025 15:03
Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Samtök verslunar og þjónustu kalla eftir hertum viðurlögum vegna sífellt stærri og alvarlegri rána í verslunum. Framkvæmdastjórinn segir of algengt að þjófagengi komist undan með varning upp á milljónir króna. Tvöfalt fleiri þjófnaðarmál og hnupl voru skráð í fyrra en árið á undan. 13.8.2025 20:00