Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stofna minningar­sjóð Gunnars Karls

Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein hefur sett upp minningarsjóð til minningar um Gunnar Karl til að styrkja einstaklinga með fatlanir. Gunnar Karl var mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Upp­lýsingum af lokuðum fundi lekið í opinn hóp á Facebook

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs Kópavogs um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða. Hún segir orð hennar hafa orðið að umfjöllunarefni á Facebook og að þau hafi verið algjörlega slitin úr samhengi. 

Vilja afnema bann við klámi

Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út.

Enn fjölgar hneykslismálum í sex ára sögu Flokks fólksins

Kjörnir fulltrúar Flokks fólksins hafa ýmist neyðst til að segja af sér eða verið hvattir til þess í tengslum við erfið mál sem dunið hafa á flokknum á til þess að gera stuttum líftíma hans. Nú síðast sökuðu þrjár konur innan flokksins samflokksmenn sína um lítilsvirðandi framkomu í sinn garð.

Lyga­sjúki þing­maðurinn skilur við eigin­mann sinn

Formaður danska Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, er að skilja við eiginmann sinn Josue Medina Vasquez. Poulsen hefur síðustu ár verið staðinn að ítrekuðum lygum um Vasquez og hét því nýlega að einungis segja sannleikann héðan í frá.

And­legt of­beldi og niður­læging á Lauga­landi

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina.

Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang

Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu.

Flug­dólgur dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi

Kona frá New York var á dögunum dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að vera með dólgslæti í flugvél og þannig trufla starfsmenn vélarinnar. Þá verður konan á skilorði næstu fjögur árin.

Sjá meira