Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. 9.12.2023 11:51
Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. 9.12.2023 07:00
Norrænir forsætisráðherrar funda í Noregi um öryggismál Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu miðvikudaginn 13. desember funda saman um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. 8.12.2023 18:51
Uppfæra hættumatskort í Grindavík Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi. 8.12.2023 16:32
Reyndi að kveikja í æskuheimili Martin Luther King Kona var í dag handtekin eftir að hún reyndi að kveikja í æskuheimili jafnréttisleiðtogans Martin Luther King Jr. Gangandi vegfarendur náðu að stöðva konuna áður en hún náði að bera eld að eldsneyti sem hún hafði helt niður við húsið. 8.12.2023 16:11
Írar kveðja MacGowan Íbúar Dyflinnar, höfuðborgar Írlands, kvöddu söngvarann Shane MacGowan á götum úti í dag. MacGowan verður jarðsettur í heimabæ fjölskyldu móður sinnar seinna í dag. 8.12.2023 15:07
Máttu ekki nota ökurita til að sjá hvað hádegishléið væri langt Íslandspóstur mátti ekki nota upplýsingar úr ökurita í bifreið sem starfsmaður hafði afnot af sem uppsagnarástæðu. Notkun Íslandspósts á upplýsingunum var hvorki gagnsæ né sanngjörn samkvæmt úrskurði Persónuverndar. 8.12.2023 13:55
Mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst. 8.12.2023 12:41
Hætt að versla við Kjörís vegna tengsla við dómsmálaráðherra Signý Jóhannesdóttir, fyrrverandi varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands, kveðst vera hætt að versla við Kjörís vegna tengsla „ísdrottningarinnar“ Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirtækið en hún er einn eigenda þess. Hún segir framkoma ráðherra gagnvart hælisleitendum vera eitthvað sem siðað fólk láti ekki bjóða sér. 8.12.2023 10:58
Selena Gomez sögð í sambandi með vini Justin Bieber Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð hafa staðfest samband sitt við tónlistarmanninn Benny Blanco á samfélagsmiðlum í vikunni. Blanco er góður vinur fyrrverandi kærasta Gomez, Justin Bieber, og hafa þeir nokkrum sinnum gert tónlist saman. 8.12.2023 10:26