Ræðst á morgun hvort Ísland taki þátt í Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2024 12:46 Reynsluboltinn Hera Björk lét tæknivandræði ekki trufla sig og stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpið mun á morgun tilkynna hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision í Basel á næsta ári. Fararstjóri íslenska hópsins sagði eftir keppnina í ár að hann gerði ráð fyrir því að Ísland tæki aftur þátt í ár, en ekkert væri meitlað í stein. Mikil óánægja var meðal hluta þjóðarinnar eftir þátttöku Íslands í keppninni í ár. RÚV og fleiri sjónvarpsstöðvar voru hvattar til að draga atriði sitt úr keppni vegna þátttöku Ísraels og báðu Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) fólk um að hætta að áreita keppendur vegna þátttöku þeirra. Fulltrúi Íslands, Hera Björk, tók hins vegar þátt og lenti í síðasta sæti keppninnar með þrjú stig. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. Eftir keppnina, sem svissneska atriðið vann, sagði fararstjóri íslenska hópsins, Rúnar Freyr Gíslason, að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Rúnar segir í dag í samtali við fréttastofu að á morgun verði ákvörðun Ríkisútvarpsins um þátttöku Íslands í Eurovision kynnt þjóðinni. Þá verður fyrirkomulag Söngvakeppninnar kynnt og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Nú þegar hafa 25 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni sem fer fram í Basel í Sviss á næsta ári. Þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári en tók ekki þátt í ár er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Sjá meira
Mikil óánægja var meðal hluta þjóðarinnar eftir þátttöku Íslands í keppninni í ár. RÚV og fleiri sjónvarpsstöðvar voru hvattar til að draga atriði sitt úr keppni vegna þátttöku Ísraels og báðu Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) fólk um að hætta að áreita keppendur vegna þátttöku þeirra. Fulltrúi Íslands, Hera Björk, tók hins vegar þátt og lenti í síðasta sæti keppninnar með þrjú stig. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. Eftir keppnina, sem svissneska atriðið vann, sagði fararstjóri íslenska hópsins, Rúnar Freyr Gíslason, að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Rúnar segir í dag í samtali við fréttastofu að á morgun verði ákvörðun Ríkisútvarpsins um þátttöku Íslands í Eurovision kynnt þjóðinni. Þá verður fyrirkomulag Söngvakeppninnar kynnt og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Nú þegar hafa 25 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni sem fer fram í Basel í Sviss á næsta ári. Þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári en tók ekki þátt í ár er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Halda tíu tíma maraþontónleika Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Sjá meira