Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr sem á von á sínu fyrsta barni hefur gaman að því að klæða sig skemmtilega upp á meðgöngunni. Tanja, sem er sannkölluð ofurskvísa, hefur óspart rokkað glæsileg meðgöngu „lúkk“ undanfarna mánuði þar sem hún leikur sér með þrönga kjóla, samfestinga og magaboli svo eitthvað sé nefnt.

Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska

Strákarnir í Tónhyl Akademíu eru allir í kringum átján ára aldur og lifa og hrærast í heimi tónlistarinnar. Þeir voru að senda frá sér plötu sem hefur slegið í gegn og á sama tíma seldu þeir upp á tónleika í Gamla Bíói. Blaðamaður ræddi við þessa upprennandi tónlistarmenn.

Embla og Timothée Chalamet glæsi­leg á dreglinum

Íslenska TikTok stjarnan Embla Wigum átti ævintýralegt kvöld í gær þegar hún skellti sér á forsýningu kvikmyndarinnar A Complete Unknown í London. Þar var hún í félagsskap stórstjarna á borð við Timothée Chalamet. 

Heitasti leikarinn í Hollywood

Erótíski spennutryllirinn Babygirl hefur vakið athygli og umtal að undanförnu en kvikmyndin inniheldur fjöldann allan af djörfum kynlífssenum og einkennist af ögrandi söguþræði. Stórstjarnan Nicole Kidman fer þar á kostum í aðalhlutverki og hefur mótleikari hennar Harris Dickinson ekki vakið minni athygli.

Vegan próteinbomba að hætti Kol­beins Arnbjörnssonar

Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim.

Segir tímann ekki lækna sorgina

Leikarinn Ryan Dorsey er enn í miklum sárum eftir fráfall fyrrverandi konu hans Nayu Rivera en hún lést í júlí 2020. Naya hefði átt afmæli í gær og birti Ryan einlæga og sorglega færslu til hennar á samfélagsmiðlinum Instagram.

Fjöl­breyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár

Janúar er mánuður markmiða hjá ótal mörgum og líkamsræktarstöðvar yfirfyllast á fyrstu dögum ársins. Þó getur reynst þrautinni þyngri að viðhalda markmiðum eða ásetningi fyrir árið. Sömuleiðis hentar markmiðasetning ekki öllum en Lífið á Vísi ræddi við nokkra einstaklinga um það hvernig þeim finnst best að byrja árið.

Heitustu trendin árið 2025

Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum.

Allt búið hjá Austin og Kaiu

Fyrrum stjörnuparið Kaia Gerber, ofurfyrirsæta, og Austin Butler, Hollywood leikari, hafa ákveðið að fara í sundur eftir þriggja ára samband. Því lauk fyrir áramót en Kaia fagnaði nýju ári í Cabo, Mexíkó með vinum, í fjarveru Austin.

Sjá meira