Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala „Ég hafði bara alltaf svo geðveikt mikinn áhuga á þessu og mig langaði að lifa og hrærast í þessari tískumenningu,“ segir förðunarfræðingurinn og tískudrottningin Kolbrún Anna Vignisdóttir. Kolla, eins og hún er gjarnan kölluð fer einstakar leiðir í klæðaburði, er með meistaragráðu í flottum samsetningum og kann betur en flestir að kaupa trylltar flíkur á nytjamarkaði. Hún er viðmælandi í Tískutali. 17.5.2025 07:03
Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd „Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið. 15.5.2025 07:01
Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Ólafur Darri og Hera Hilmar eru á leið á skjáinn í haust í splunkunýrri seríu sem ber heitið Reykjavík fusion. Þættirnir eru fyrstu íslensku sjónvarpsþættirnir til að komast inn á Cannes Series-hátíðina og hlutu standandi lófaklapp þar í lok apríl. 14.5.2025 12:33
Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Myndlistarmaðurinn Árni Már Þ. Viðarsson hefur komið víða við í listheiminum og er meðal annars eigandi Gallery Port. Hann heldur ótrauður áfram að fara nýjar leiðir og opnar sýninguna Auðmannsgleði í Elliðaárdal næstkomandi laugardag á kaffihúsinu Elliða. 14.5.2025 10:03
Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum „Maður reynir að endurtaka sig ekki því það er agalegt,“ segir rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Yrsa er einhver farsælasti og þekktasti rithöfundur landsins og hefur haldið lesendum víða um heim á tánum í fjölda ára. Blaðamaður ræddi við Yrsu um lífið, skrifin og sjónvarpsseríuna Reykjavík 112 sem er byggð á bók hennar DNA. 14.5.2025 08:00
Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. 12.5.2025 20:01
Í kossaflensi á Beyoncé Eitt frægasta par í heimi, hjónin Meghan Markle hertogaynja af Sussex og hennar heittelskaði Harry Bretaprins, fóru á alvöru stefnumót um helgina í Los Angeles um helgina. Parið birti myndir af sér í faðmlögum og kossum þar sem þau börðu goðsögnina Beyoncé augum á tónleikum stjörnunnar. 12.5.2025 13:40
Stjörnufans í sumarselskap Það var líf og fjör í sumarselskap veitingastaðarins Brút á dögunum. Margt var um manninn og hinar ýmsu stjörnur landsins kvöddu veturinn með stæl og buðu sumarið velkomið. 8.5.2025 09:01
Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Á ári hverju gefst landsmönnum tækifæri til að gægjast inn í framtíðarstefnu og strauma tískunnar hérlendis þegar útskriftarnemar fatahönnunar við Listaháskóla Íslands setja upp glæsilega sýningu með því allra nýjasta úr sinni smiðju. Tökumaður Vísis var á staðnum og í pistlinum má sjá tískusýninguna í heild sinni. 7.5.2025 20:00
Opnaði sumarið með sólríkum stæl Margt var um manninn á sólríkri opnun einkasýningar Sigurðar Árna „Litarek“ í Ásmundarsal laugardaginn 3. maí. Á meðal gesta mátti sjá fjölbreyttan hóp listunnenda, listamanna, safnara og fólki úr menningar-og listalífi borgarinnar sem nutu sín innan um litrík og leikandi verk Sigurðar. 7.5.2025 16:01