Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Heitavatnslaust varð víða á Suðurnesjum í kvöld eftir að dælustöð fyrir heita vatnið sló út vegna rafmagnstruflunar. Truflunin varð þegar tenging HS Veitna við Landsnet sló út fyrr í kvöld sem jafnframt olli rafmagnsleysi í Grindavík, Vestfjörðum og víðar í dreifikerfinu. 27.10.2025 21:59
Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Íbúi í Ósló sem þurfti að rýma heimili sitt í gær vegna aurskriðu segist hafa verið mjög stressaður þegar hann sá í hvað stefndi og hafi í örvæntingu hlaupið inn og sótt helstu eigur ef allt færi á versta veg. Tvær aurskriður féllu í íbúabyggð í Ósló í gærkvöldi og í morgun og þurftu mörg hundruð að rýma heimili sín. Grjóthnullungar féllu skammt frá Carl Berners-torgi síðdegis í gær og aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma. 27.10.2025 21:54
„Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Það er ekki raunhæft að lífeyrissjóðirnir fylli einir í það stóra gat sem myndast á fasteignalánamarkaði í kjölfar viðbragða bankanna við vaxtamálinu svokallaða. Þetta segir dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Formaður Neytendasamtakanna bendir á að margir lífeyrissjóðir séu enn að veita verðtryggð lán og það kæmi honum mjög á óvart ef sjóðirnir skorist undan því að veita félagsmönnum sínum hagstæð lán. 27.10.2025 20:57
Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. 27.10.2025 18:03
Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kristmund Stefán Einarsson í embætti lögreglustjóra á Austurlandi. Skipun Kristmundar tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi. 27.10.2025 17:22
Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Netöryggissveit CERT-IS varar við umfangsmikilli svikaherferð sem hefur herjað á íslensk fyrirtæki og einstaklinga undanfarna daga. Árásirnar hafa beinst gegn tugum, jafnvel hundruðum, íslenskra fyrirtækja undanfarin misseri, en svikahrapparnir reyna með aðferðinni að hafa bæði fé og upplýsingar af fórnarlömbum sínum. Brýnt sé að ganga úr skugga um að reikningar sem berast með tölvupósti komi frá traustum sendanda, en svikin sem hér um ræðir þykja trúverðug og sannfærandi, enda send frá netfangi raunverulegra einstaklinga sem svikarar hafa brotist inn í. 24.10.2025 14:57
Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði í gær og aftur í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir að stór hluti framleiðslu Norðuráls á Grundartanga stöðvaðist í vikunni vegna bilunar. Nefndin hefur fengið fulltrúa Norðuráls, Samtaka iðnarðarins, Verkalýðsfélags Akraness og frá orkufyrirtækjunum á sinn fund til að rýna stöðuna. Staðan er sögð sýna fram á mikilvægi þess að hlúið verði að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í iðnaði. 24.10.2025 13:50
Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið. 24.10.2025 10:54
Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Segja má að þjóðin skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort fullu kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Gallup. Nær 47% svarenda segja jafnrétti milli karla og kvenna hafa verið náð en 44% telja svo ekki vera. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til þessa en þannig telja ríflega 60% karla að jafnrétti hafi verið náð en aðeins rúm 30% kvenna. Þá er yngra fólk og þau sem eru tekjuhærri líklegra til að finnast jafnrétti hafa verið náð. 24.10.2025 08:44
Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Þingsályktunartillögu um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hefur verið dreift á Alþingi. Tillagan felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september. 24.10.2025 08:11