Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd

Nokkur nöfn hafa verið nefnd þegar talið berst að hugsanlegum arftaka Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni tilkynnti í dag að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta landsfundi flokksins, en hann hefur verið formaður í tæp sextán ár og er einn þaulsetnasti formaður Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Sjálfstæðismenn bæði innan og utan þingflokksins hafa verið orðaðir við embættið.

Allir sem hafi í­hugað formannsframboð hljóti að gera það í dag

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi.

Hildur á­fram þing­flokks­for­maður

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram þingflokksformaður flokksins þegar þing kemur saman. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um þetta á þingflokksfundi í dag. 

Mælir ekki með „TikTok-sparnaðar­leiðunum“

Margir setja sér markmið um sparnað og tiltekt í heimilisbókhaldinu um áramótin en allur gangur er á því hvernig gengur að halda það út og ná markmiðum sínum. Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson mælir meðal annars með sjálfvirkum sparnaðarleiðum, niðurgreiðslu neysluskulda og að safna í neyðarsjóð en bendir á sparnaðarráð sem ná flugi á samfélagsmiðlum séu ekki alltaf heppilegustu kostirnir.

Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað

Fjögur ár eru síðan öllum minkum var lógað í Danmörku af heilbrigðisástæðum. Ákvörðunin var afar umdeild og framkvæmd hennar ekki síður. Nú er minkarækt hafin að nýju í Danmörku og viðbúið að iðnaðurinn haldi áfram að vaxa á næstu árum.

Þrír ráðu­neytis­stjórar fluttir til í starfi

Þrír ráðuneytisstjórar, sem stýrt hafa háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, hafa verið fluttir til í starfi innan stjórnarráðsins.

Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“

Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur.

Hlaut stungu­sár í brjóst­hol en ekki lengur á gjör­gæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir.

Mengun marg­falt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var

Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma.

Sjá meira