Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Slökkvistarf tók í allt um þrettán klukkustundir eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði síðastliðið mánudagskvöld. Þá tók við bruna- og öryggisvakt og hefur slökkviliðið í Fjallabyggð nokkrum sinnum þurft að fara og slökkva í glóð og eldhreiðrum eftir brunann. 16.10.2025 06:50
Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir tal um að Hamas-samtökin hafi rofið samkomulag um vopnahlé með því að hafa ekki enn látið haf hendi lík allra þeirra ísraelsku gísla sem enn hefur ekki verið skilað til baka líkt og samkomulagið kveður á um. Líkum tveggja gísla til viðbótar var skilað í gær en aðeins hefur jarðneskum leifum níu af þeim 28 látnu gíslum sem Hamas bar að láta af hendi verið skilað til fjölskyldna hinna látnu. 16.10.2025 06:36
Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Formaður Krabbameinsfélagsins segir íslenska heilbrigðiskerfið illa undirbúið til að veita viðunandi þjónustu við konur sem greinast með brjóstakrabbamein. Biðtími eftir geislameðferð sé óboðlegur og þrátt fyrir fögur fyrirheit um úrbætur í framtíðinni þá nýtist það ekki þeim sem nú bíða í von og óvon eftir að komast í meðferð. 15.10.2025 14:52
Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu. 15.10.2025 13:43
Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins. 15.10.2025 12:55
Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot leiðbeinanda sem starfaði á leikskólanum Múlaborg er á lokametrunum og málið á leið til héraðssaksóknara. Lögregla kveðst ekki geta staðfest endanlega hversu mörgum börnum maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn, nú þegar rannsókn málsins er að ljúka af hálfu lögreglu. 15.10.2025 12:27
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR. 15.10.2025 10:23
Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu. 15.10.2025 09:02
Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sænski herinn hefur í morgun fylgt rússneskum kafbáti á Eystrasalti. Bæði skip og þota sænska hersins fylgja kafbátnum sem í gær sigldi inn Eystrasalt um Stórabelti að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sænska hernum í morgun. 15.10.2025 08:02
Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Vestanáttin er ríkjandi um landið í dag, 8 til 15 metrar á sekúndu en hægari vindur þó sunnan heiða. Skýjað og dálítil væta samkvæmt veðurspá, en þurrt og bjart veður á suðaustanverðu landinu. Lægir síðdegis. Hiti í dag verður á bilinu 6 til 14 stig, hlýjast suðaustan til. Kaldi eða stinningskaldi er í kortunum norðvestanlands síðar í vikunni. 15.10.2025 07:29