Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2025 06:50 Mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði fyrr í vikunni. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkvistarf tók í allt um þrettán klukkustundir eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði síðastliðið mánudagskvöld. Þá tók við bruna- og öryggisvakt og hefur slökkviliðið í Fjallabyggð nokkrum sinnum þurft að fara og slökkva í glóð og eldhreiðrum eftir brunann. Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar
Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira