Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Borgarstjóri segir brýnt að nýr samningur um rekstur eftirlitsmyndavéla í miðborg verði undirritaður sem fyrst og á von á að málið verði afgreitt í síðasta lagi í maí. Borgin og lögregla hafa óskað eftir aðkomu dómsmálaráðuneytisins að málinu. 11.4.2025 21:47
Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins. 11.4.2025 12:30
Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10.4.2025 16:53
Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Hugtakið „woke“ hefur verið til mikillar umræðu í vikunni og virðist hver og einn skilgreina hugtakið á sinn hátt. Sumir vilja meina að hugtakið snúist um umburðarlyndi en aðrir segja það einkennast af einræðislegri hugmyndafræði. 10.4.2025 11:01
Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðar um innflutning á tuttugu þúsund töflum af Nitazene. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu. Í svona málum sé oftast um að ræða fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 6.4.2025 18:11
Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af nitazene, sem í fyrstu var talið að væri oxycontin. Önnur er á átjánda aldursári og hin á nítjánda aldursári. 6.4.2025 13:35
Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Tæpar 140 milljónir söfnuðust fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþætti Á allra vörum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segist í skýjunum yfir stuðningnum og stefnir á að flytja í nýtt athvarf sumarið 2026. 6.4.2025 12:10
Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Vísbendingar eru um að rafrettureykingar hafi langvarandi heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Læknir og doktor í lýðheilsufræðum segir rafretturnar heldur ekki hjálpa fólki að hætta að reykja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 6.4.2025 11:46
Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Gerviópíóðinn nitazene, sem óttast er að sé kominn í dreifingu hérlendis, er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Rætt verður betur við hann og fjallað nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.4.2025 18:11
Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Formaður MATVÍS furðar sig á að eina menntaða þjóninum á hóteli í Reykjavík hafi verið sagt upp störfum á dögunum. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 5.4.2025 11:46