Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð

Evrópski brúnbjörninn Boki, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð nýlega, er vaknaður úr dvala heill heilsu. Boki hafði glímt við regluleg flog og sjóntruflanir vegna uppsafnaðs vökva, sem setti þrýsting á heilann.

Yfir­vofandi eld­gos og íslandsmeistarmót í Ól­sen ól­sen

Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Veru­lega dregið úr jarðskjálftahrinunni

Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring.

Mál Breiðholtsskóla á borði mennta­mála­ráð­herra

Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla.

Segir samningsviljann hjá leik­fé­laginu engan

Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti.

„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“

Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag.

Pall­borðið: Um­ferðar­öryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld

Fjórir hafa farist í umferðarslysum á árinu, þar af þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið. Fjallað verður um umferðaröryggi og ástand samgönguinnviða á Íslandi í Pallborðinu á Vísi klukkan 12:30 í dag. 

„Núna reynir auð­vitað á Rússa“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það mikið gleðiefni að Úkraínumenn hafi fallist á tillögu Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé í Úkraínu. Núna sé boltinn hjá Rússum og þeir þurfi að sýna að þeir hafi raunverulegan vilja til friðar.

Sjá meira