Gullhúðun gerir óverðtryggð lán með föstum vöxtum dýrari Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum. 24.6.2024 18:14
Orkustofnun segir mikilvægt að skoða fyrirkomulag við kaup Landsnets á orku Deildarstjóri Raforkueftirlits Orkustofnunar segir mikilvægt að skoða fyrirkomulag á kaupum á flutningstöpum og leggja mat á hagkvæmni þeirra. Sérstaklega í ljósi þess að gagnsæi raforkuviðskipta hafi stóraukist á undanförnum mánuðum með tilkomu markaðstorga. Aukið aðgengi að markaðsupplýsingum sé tilefni þess að nú vinni Raforkueftirlitið að leiðbeiningum um innkaup flutningstapa. 21.6.2024 07:30
RARIK tryggði raforku til mun lengri tíma en Landsnet til að draga úr áhættu Aðstoðarforstjóri RARIK segir að dreifiveitan hafi í gegnum tíðina tryggt sér raforku vegna tapa í raforkukerfinu til mun lengri tíma en Landsnet til að draga úr áhættu í rekstri. Óeðlilegt sé að flutningsfyrirtækið geti fleytt á þriggja mánaða fresti breyttum orkukostnaði til viðskiptavina en RARIK sé á meðal þeirra. „Það vantar í regluverkið hvata fyrir flutningsfyrirtækið til að sýna fyrirhyggju í raforkukaupum. Fyrirtækið getur tekið áhættu við orkukaup en ber ekki kostnaðinn.“ 20.6.2024 13:47
„Vöxtur og kraftur“ Skaga kom Jakobsson á óvart „Vöxtur og kraftur“ í hinu nýstofnaða félagi Skaga sem varð til við sameiningu Fossa og VÍS var framar vonum Jakobsson Capital. Jafnvel þótt markaðurinn virðist hafa gefist upp og farið í sumarfrí í júní þykir greinanda of snemmt að afskrifa árið á verðbréfamarkaði. 14.6.2024 15:11
Geta líka miðað við dagslokagengi fyrir útboðslýsingu við sölu á Íslandsbanka Almennu hlutafjárútboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður skipt í tilboðsbók A og B. Í tilboðsbók A, sem er ætluð minni fjárfestum, verður annaðhvort miðað við 15 daga meðalverð eða síðasta dagslokagengi áður en útboðslýsing er birt. Um er að ræða breytingu á frumvarpi. 14.6.2024 11:17
Minni hömlur á afleiður og aukin markaðssetning myndi auka áhuga erlendis Verði dregið úr takmörkunum á afleiðuviðskiptum með krónu, samhliða markvissri markaðssetningu og aukinni upplýsingagjöf til fjárfesta, má ætla að áhugi erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfamarkaði fari vaxandi, segir fjármálaráðuneytið. 13.6.2024 14:06
Coripharma eykur hlutafé um 1,8 milljarða króna Samheitalyfjafyrirtækið Coripharma hefur lokið 1,8 milljarða króna hlutafjáraukningu til að styðja við framtíðarvöxt félagsins með þróun nýrra samheitalyfja. Gert er ráð fyrir að þetta sé síðasta hlutafjáraukning félagsins fram að skráningu í Kauphöll. Horft er til þess að skráningin verði á næsta ári. 12.6.2024 10:47
Raforkuverð hækkaði mikið í útboði Landsnets og SI vill að gripið verði inn í Verð á rafmagni hækkaði um 34 prósent milli ára í útboði Landsnets til að mæta svokölluðum grunntöpum. Samtök iðnaðarins sendu Raforkueftirliti Orkustofnunar bréf þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að Landsnet varpi ábyrgð fyrirtækisins um skilvirkan rekstur alfarið yfir á raforkunotendur. Framkvæmdastjóri Samáls segir að álfyrirtæki greiði hátt verð fyrir flutning á raforku í samanburði við aðra sambærilega framleiðendur í Evrópu. 11.6.2024 17:27
Hagnaður Kauphallarinnar eykst verulega og greiðir 355 milljónir í arð Hagnaður Kauphallar Íslands, sem er í eigu Nasdaq samstæðunnar, jókst um 65 prósent milli ára og nam 322 milljónum króna árið 2023. Stjórn félagsins leggur til að greiða 355 milljónir króna í arð eða 110 prósent af hagnaði ársins. 11.6.2024 11:22
Greinandi er „ekki sérlega“ bjartsýnn á þjónustutekjur Íslandsbanka í ár Það mun vera þungur róður í fjárfestingarbankastarfsemi. Jakobsson Capital er „ekki sérlega bjartsýnt“ á þjónustutekjur Íslandsbanka í ár. Uppgjör bankans á fyrsta ársfjórðungi var lítillega undir væntingum greiningarfyrirtækisins að teknu tilliti til einskiptisliðar. Engu að síður er nýtt verðmat mun hærra en markaðsverð. 10.6.2024 16:54