Þráinn Orri á leið til Bjerringbro-Silkeborg Línutröllið Þráinn Orri Jónsson hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro-Silkeborg samkvæmt heimildum Vísis. 25.6.2019 09:00
Magic og Bird fengu heiðursverðlaun NBA-deildarinnar | Myndband Á lokahófi NBA-deildarinnar í nótt komu goðsagnirnar Magic Johnson og Larry Bird saman upp á svið til þess að taka við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til deildarinnar. 25.6.2019 08:30
Giannis valinn bestur | Sjáðu hjartnæma ræðu hans Giannis Antetokounmpo var í nótt valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og tilfinningaþrungin ræða hans mun seint gleymast. 25.6.2019 07:38
Cavani kláraði Síle | Átta liða úrslitin klár í Copa America Úrugvæ tryggði sér toppsætið í C-riðli Copa America í nótt er liðið vann 1-0 sigur á Síle. Edinson Cavani með eina markið á 82. mínútu. 25.6.2019 07:15
Mega ekki lengur kalla sig eigendur NBA-liða því það gæti verið móðgandi Ein furðulegasta frétt ársins kom í hús í dag er yfirmaður NBA-deildarinnar, Adam Silver, staðfesti að eigendur NBA-liða megi ekki lengur kalla sig eigendur. Ha, segja eðlilega flestir. 24.6.2019 23:15
Barcelona fagnar afmæli Messi með glæsimörkum | Myndband Knattspyrnuundrið Lionel Messi fagnar 32 ára afmæli sínu í dag og félag hans, Barcelona, heldur að sjálfsögðu upp á það. 24.6.2019 14:00
Fljótasti maður Íslands: Fimm ár að bæta sig um eina sekúndu Spretthlauparinn og tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason var í íþróttaþættinum GYM á Stöð 2 í gær þar sem víða var komið við sögu. 24.6.2019 13:30
Aldrei fleiri horft á kvennafótbolta á Englandi Kvennaboltinn er á uppleið og það kemur fram víða í kringum HM í Frakklandi. Í gær var enn eitt metið slegið er um 7 milljónir manna horfðu á leik enska kvennalandsliðsins gegn Kamerún í gær. 24.6.2019 13:00
Pepsi Max-mörkin: Ástríðan var á Meistaravöllum Það var mikið af góðu fólki mætt í stúkuna í Vesturbænum á dögunum er KR tók á móti Valsmönnum í stórskemmtilegum leik sem KR vann, 3-2. 24.6.2019 12:00
Lobov lamdi Malignaggi í berhentum bardaga | Myndband Fyrrum UFC-kappinn Artem Lobov mætti fyrrum heimsmeistara í hnefaleikum, Paulie Malignaggi, í berhentum bardaga um helgina og hafði betur. 24.6.2019 11:30