„Um leið og við jöfnuðum vissi ég að við værum að fara að vinna“ „Ég mydi segja að við unnum baráttuna í dag, fyrst og fremst,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í dag. 27.2.2024 23:31
Arnór og félagar úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni Arnór Sigurðsson og félagar hans í B-deildarliði Blackburn eru úr leik í ensku bikarkeppninni eftir tap gegn úrvaldeildarliði Newcastle í vítaspyrnukeppni í kvöld. 27.2.2024 22:46
Leicester í átta liða úrslit eftir framlengdan leik B-deildarlið Leicester er á leið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 1-0 útisigur gegn úrvalsdeildarliði Bournemouth í framlengdum leik í kvöld. 27.2.2024 22:07
Viktor Gísli og Orri Freyr með stórleiki en tíu mörk Óðins dugðu ekki til Viktor Gísli Hallgrímsson og Orri Freyr Þorkelsson áttu báðir stórleiki fyrir lið sín í sigrum í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 27.2.2024 21:39
FH-ingar endurheimtu þriggja stiga forskot á toppnum Topplið FH vann öruggan ellefu marka sigur er liðið tók á móti Fram í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 36-25. 27.2.2024 21:05
Fjölniskonur stungu af í seinni hálfleik Fjölnir vann góðan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Snæfell í B-deild Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 57-78. 27.2.2024 20:53
Haaland og De Bruyne með sýningu er meistararnir flugu áfram Ríkjandi meistarar Manchester City eru komnir í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir öruggan 6-2 sigur gegn Luton í úrvalsdeildarslag í kvöld. Erling Haaland og Kevin De Bruyne hlóðu í sýningu. 27.2.2024 19:30
Risasigur skilaði Noregi í A-deild María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta munu leika í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 5-0 risasigur gegn Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu. 27.2.2024 18:54
„Ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það“ Sveindís Jane Jónsdóttir var maður leiksins er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í seinni leik liðanna í einvígi um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hún segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi unnið einvígið vera einfalda. 27.2.2024 18:24
Liverpool þurfi kraftaverk eftir nýjustu tíðindi af meiðslalistanum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ef á að nást að stroka einhver nöfn út af meiðslalistanum fyrir leik liðsins gegn Southampton í ensku bikarkeppninni annað kvöld. 27.2.2024 17:46