Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að morgundagurinn verði almennur frídagur í höfuðborginni Tehran en hiti hefur mælst yfir 50 stigum og vatnsból að þorna upp. 22.7.2025 08:55
Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Meirihluti bæjarráðs Kópavogs samþykkti í síðustu viku, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að fallast á endurupptöku ákvörðunar bæjarstjórnar frá því í fyrra, þegar hún hafnaði því að auglýsa tillögu um breytt skipulag lóðanna Nónsmára 11-17 og Nónsmára 1-9. 22.7.2025 07:45
Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Bílaumboðið Askja, Una, Dekkjahöllin og Landfari hafa verið seld til alþjóðlega bílafyrirtækisins Inchcape, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu bifreiða á heimsvísu og er skráð í kauphöllina í Lundúnum. 22.7.2025 06:52
Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tilkynningar um að minnsta kosti tvær líkamsárásir í gærkvöldi og nótt en í öðru tilvikinu voru fimm til sex menn sagðir hafa ráðist á einn. 22.7.2025 06:36
Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Kraftur í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreyttur en virknin er nú bundin við einn gíg, þar sem virkni í nyrðri gígnum datt niður um tíuleytið í gærkvöldi. 22.7.2025 06:25
Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21.7.2025 09:13
Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Öll störf almennra hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fellur niður í dag vegna gosmengunar. Frá þessu er greint í skilaboðum frá Vinnuskólanum. 21.7.2025 09:04
Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Spjallþáttastjórnandinn og gamanleikkonan Ellen DeGeneres segist hafa ákveðið að verða um kyrrt á Bretlandi þegar Donald Trump var kjörinn forseti í annað sinn. 21.7.2025 07:45
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21.7.2025 07:20
Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að sást til ungmenna að renna sér niður sirkustjaldið við Háskóla Íslands. 21.7.2025 06:52