„Innbrotsboð“ frá banka og angistarhljóð unglinga Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, sem sinnti fjölbreyttum útköllum í gærkvöldi og nótt. 11.10.2024 06:17
Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10.10.2024 11:30
Vaktin: Hvirfilbylir og flóð fylgja Milton Milljónir eru án rafmagns, margir án neysluvatns og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land við Sarasota í Flórída í nótt. Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. 10.10.2024 07:02
Milljónir án rafmagns og nokkrir látnir eftir að Milton gekk á land Milljónir eru án rafmagns í Flórída og nokkrir látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk á land nærri Sarasota í nótt. Yfir 100 heimili eru eyðilögð og þá fór þakið af Tropicana Field, heimavelli hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays. 10.10.2024 06:53
Hættir við að hætta og vill fimm ár í viðbót á RÚV Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur gert stjórn Ríkisútvarpsins grein fyrir því að hann sé reiðubúinn til að gegna starfinu áfram en skipunartímabili hans lýkur í byrjun næsta árs. 10.10.2024 06:19
Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. 9.10.2024 09:56
X snýr aftur í Brasilíu Hæstiréttur Brasilíu hefur tilkynnt að núgildandi banni gegn X verði aflétt eftir að fyrirtækið samþykkti að greiða fimm milljónir dala í sekt og loka á ákveðna aðganga. 9.10.2024 08:05
Hugðust ráðast á fjölda fólks á kjördag og deyja píslardauða Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið mann frá Afganistan, sem var búsettur í Oklahoma, í tengslum við fyrirhugaða hryðjuverkaárás á kjördag, 5. nóvember. 9.10.2024 07:03
Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9.10.2024 06:37
Mikill viðbúnaður vegna hnífaárásar í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í nótt vegna líkamsárásar í umdæminu Grafarvogur/Mosfellsbær/Árbær, þar sem eggvopni hafði verið beitt. 9.10.2024 06:16
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent