LSR eigi ekki að „sitja hjá“ við ákvarðanir félaga þar sem sjóðurinn er hluthafi Samtímis víðsjárverðum tímum á alþjóðavettvangi með auknum stríðsrekstri og „uppgangi öfga- og sundrungarafla“ hefur orðið bakslag í umræðu um sjálfbærni, að mati stjórnarformanns LSR, sem hann segir varhugaverða þróun og ganga gegn „eðlilegri skynsemi og öllum meginstraumi vísindalegrar þekkingar.“ Formaðurinn undirstrikar jafnframt að stjórn þessa umsvifamesta lífeyrissjóðs landsins ætli sér ekki að „sitja hjá“ þegar kemur að ákvörðunartöku félaga þar sem LSR er meðal stórra hluthafa. 6.5.2025 15:43
AGS telur að stýrivextir gætu lækkað um 250 punkta fram á mitt næsta ár Verði verðbólgan komin niður í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2026, eins og spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir, þá ætti það að mati sjóðsins að skapa svigrúm fyrir Seðlabankann til að lækka meginvexti sína um samtals 250 punkta næsta eina árið eða svo. AGS tekur vel í ákvörðun Seðlabankans að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri, sem er sögð vel tímasett, en brýnir stjórnvöld sem fyrr að kanna kosti þess að dýpka markaðinn fyrir gjaldeyrisafleiður þegar aðstæður leyfa. 6.5.2025 11:46
Mjólkurvinnslan Arna metin á milljarð þegar sjóður Stefnis eignaðist meirihluta Mjólkurvinnslan Arna er verðmetin á nærri einn milljarð króna eftir að framtakssjóður í rekstri Stefnis festi kaup á miklum meirihluta í félaginu undir lok síðasta árs, einkum með því að leggja fyrirtækinu til nýtt hlutafé. Kaupverðið getur hækkað nokkuð nái félagið tilteknum rekstrarmarkmiðum á yfirstandandi ári en fyrir skömmu var nýr framkvæmdastjóri ráðinn til að stýra Örnu í stað stofnandans. 5.5.2025 17:20
Heimilar samruna og forstjórinn stígur til hliðar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Samkaupa og Atlögu, áður Heimkaup, en félögin höfðu fengið sérstaka heimild til að byrja að framkvæma sameininguna á meðan hún var til rannsóknar hjá eftirlitinu. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa undanfarin þrjú ár, segist af því tilefni hafa ákveðið að meta eigin stöðu og því tilkynnt stjórnarformanni að hann ætli að stíga til hliðar. 5.5.2025 15:18
Eldisfyrirtækið Laxey klárar nærri tuttugu milljarða fjármögnun Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áformar uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum með árlegri framleiðslugetu upp á 36 þúsund tonn, hefur lokið við um 35 milljóna evra hlutafjáraukningu ásamt því að gera nýtt langtímasamkomulag við Arion banka um lánsfjármögnun. Félagið stefnir að því að hefja fyrstu slátrun á fiski á haustmánuðum þessa árs sem er í samræmi við upphaflega tímalínu. 5.5.2025 10:15
Beinn kostnaður Bláa lónsins vegna jarðhræringa nálgast um átta milljarða Lokanir og truflanir vegna ítrekaðra jarðhræringa á Reykjanesskaga frá árslokum 2023 hafa valdið beinum kostnaði fyrir Bláa lónið sem nemur samtals um sjö til átta milljörðum króna, einkum vegna tapaðra tekna og greiddra launa á tímum þegar reksturinn hefur stöðvast. Stjórnarformaður Bláa lónsins segir blikur á lofti varðandi þróun ferðaþjónustunnar á heimsvísu, sem muni að líkindum þýða fækkun ferðamanna til Íslands á þessu ári, og gagnrýnir ráðamenn þjóðarinnar fyrir umræðu sem einkennist alltof oft af því hvernig megi skattleggja atvinnuvegina frekar. 3.5.2025 12:57
Tapið minnkaði hjá Akta þegar þóknanatekjur jukust á krefjandi ári á mörkuðum Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið með um fimmtíu milljóna tapi á liðnu ári, einkum vegna virðislækkunar á verðbréfaeign, en á sama tíma var nokkur aukning í þóknanatekjum og hreinar eignir í stýringu héldust í horfinu á milli ára. Fjárfestingarsjóðir félagsins áttu mismunandi gengi að fagna á árinu 2024, sem var um margt krefjandi á verðbréfamörkuðum, en á meðan gengislækkun og útflæði var hjá helsta hlutabréfasjóði Akta skiluðu sumir sjóðir ávöxtun umfram keppinauta. 2.5.2025 14:25
Dropp metið á nærri tvo milljarða þegar sjóðurinn Aldir keypti ráðandi hlut Fyrirtækið Dropp, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár og sérhæfir sig í sendingarþjónustu fyrir netverslanir, var verðmetið á hátt í tvo milljarða króna þegar hinn nýlega stofnaði framtakssjóður Aldir stóð að kaupum á ráðandi eignarhlut í félaginu seint á árinu 2024. Helstu hluthafar sjóðsins, sem fjárfesti í tveimur félögum á liðnu ári, eru lífeyrissjóðir – LSR þar stærstur – og fjárfestingafélög Heiðars Guðjónssonar og viðskiptafélaganna Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, en þeir eru jafnframt meðal eigenda rekstrarfélagsins. 1.5.2025 13:23
Fjárfestar stækkuðu enn frekar skortstöðu sína í hlutabréfum Alvotech Umfang skortsölu með hlutabréf Alvotech í Nasdaq-kauphöllinni í Bandaríkjunum jókst um fjórðung á fyrstu vikum þessa mánaðar, skömmu eftir birtingu ársuppgjörs og ákvörðunar Bandaríkjaforseta að efna til tollastríðs við umheiminn. Hlutabréfaverð Alvotech, sem er niður um meira en þrjátíu prósent á fáeinum vikum, hefur verið að nálgast sitt lægsta gildi frá því að félaginu var fleytt á markað um sumarið 2022. 29.4.2025 15:40
Markaðurinn talsvert undirverðlagður og áfram er útlit fyrir óvissu og óróleika Mikil umskipti hafa orðið á skömmum tíma í verðlagningu á félögum í Kauphöllinni, sem var að nálgast jafnvægi í byrjun ársins, en eftir að „eldi og brennisteini tók að rigna“ eru fyrirtæki á markaði núna að nýju almennt verulega vanmetin, samkvæmt hlutabréfagreinanda. Hann telur líklegt að óvissa og óróleiki muni einkenna hlutabréfamarkaði næstu misserin og við slíkar aðstæður sé „almennt skynsamlegt“ að auka vægi stöðugra arðgreiðslufélaga í eignasafninu. 29.4.2025 12:42