Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frú for­seti, klúta­veisla og undrandi bændur

Halla Tómasdóttir er orðin sjöundi forseti íslenska lýðveldisins. Í ræðu sinni í þingsal lagði Halla meðal annars áherslu á mannréttindi, samvinnu, frið, hlýju og jafnrétti. Hún sagði þjóðina smáa en knáa, sagði Íslendinga kjarkmikla þjóð, sem hefði visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.

„Þetta gekk á­gæt­lega, takk fyrir mig“

Guðni Th. Jóhannesson segir einstakt að hafa fylgt þjóðinni síðustu átta ár, og segir embættistíð sína hafa gengið ágætlega. Hann segist ekki hafa ætlað að verða forseti, en stjörnurnar hafi raðast upp á tiltekinn hátt og hann hafi staðið frammi fyrir því að geta orðið þjóðhöfðingi. Guðni lætur af embætti forseta Íslands á morgun.

Á­stand vega á Ís­landi mikið á­hyggju­efni

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til opins fundar um vegakerfið og öryggi í húsnæði Colas í Hafnarfirðinum klukkan 19 í kvöld. Á fundinum verður rætt um umferðaröryggi og lagningu vega, en sagt er að ástand vega sé mikið áhyggjuefni. Fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðarslysum var 237 á síðasta ári.

Hélt á lafandi fætinum í lófanum

Líf Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur tók stakkaskiptum á svipstundu þegar hún datt niður af brúnni yfir Krossá í Þórsmörk. Hún brotnaði alvarlega á hægri fæti, þar sem bæði fótleggsbeinin, sköflungur og dálkur fóru í sundur, öll liðbönd slitnuðu, og skemmdir urðu á brjóski. Hún á langa leið að fullum bata, en hlakkar til endurhæfingarinnar, þótt hún lofi hvorki miklum húmor né hressleika á leiðinni.

Ó­eirð á hjúkrunar­heimilum vegna enda­lausra í­þrótta á RÚV

Starfsmaður hjúkrunarheimilis segir síðbúinn kvöldfréttatíma og endalausa íþróttadagskrá RÚV í sumar hafa valdið nokkrum usla á heimilinu. Deilt sé um það hvort horfa eigi á íþróttirnar eða eitthvað annað, og margir séu ósáttir við fréttaleysið. Dóttir eldri konu með eigið sjónvarp segir hana ekki treysta sér í slaginn við fjarstýringuna og hún sé því tilneydd til að glápa á íþróttir.

Ferða­menn festu bíl á Fjalla­baks­leið nyrðri

Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni.

Sjá meira