Guðni hljóp í Kerlingarfjöllum og flutti sitt síðasta ávarp Fjallahlaupið Kerlingarfjöll ULTRA var haldið í fyrsta skiptið í blíðskaparveðri í gær. Keppendur spreyttu sig á þremur vegalengdum á miðhálendinu og tókust á við krefjandi aðstæður með bros á vör. Guðni fráfarandi forseti var meðal þátttakenda og flutti þar sitt síðasta formlega ávarp. 28.7.2024 12:50
Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28.7.2024 12:06
Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. 28.7.2024 08:33
Gæti orðið ófært í Þórsmörk Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu á sunnanverðu landinu síðdegis í dag og fram á morgundaginn. Þá er viðbúið að vatnshæð í ám og lækjum hækki umtalsvert og geta vöð orðið ófær, þá sérstaklega í Þórsmörk, að Fjallabaki, við Eldgjá og við Langasjó. 28.7.2024 07:46
Kýldi leigubílstjórann og borgaði ekki Tveir menn sem tóku leigubifreið upp í Breiðholt í nótt greiddu ekki fyrir farið. Annar þeirra hljóp úr bifreiðinni, og kýldi leigubílstjórann þegar hann hljóp á eftir honum. Málið er í rannsókn. 28.7.2024 07:33
Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. 27.7.2024 13:51
Eintóm gleði á Bræðslunni Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði Eystri um helgina. Bræðslustjóri segir stemninguna með allra besta móti, og eintóm gleði og hamingja sé við völd. Í bænum er ógrynni af fólki og tjaldstæðið er orðið vel þétt. 27.7.2024 13:22
Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. 27.7.2024 09:28
Áfram vætusamt og skýjað um helgina Spáð er suðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s í dag. skýjað að mestu og dálítil væta á víð og dreif. Bætir í rigningu á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn. Hiti víða 10 - 15 stig. 27.7.2024 08:33
Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27.7.2024 08:03