„Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 12:22 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira