Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lögreglumenn í Los Angeles skutu og særðu eiginkonu bassaleikara rokkhljómsveitarinnar Weezer og handtóku hana síðan fyrir tilraun til manndráps í gær. Hún er sökuð um að hafa miðað byssu á lögreglumenn. 10.4.2025 08:52
Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10.4.2025 07:01
Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 670 milljóna króna hagræðingaraðgerðir til þess að mæta launahækkunum kennara í gærkvöldi. Laun kjörinna fulltrúa verða meðal annars lækkuð, opnunartími í sundlaugar verður skertur og sumarstörfum fækkar. 9.4.2025 08:56
Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Stærstur hluti ríkisstyrkja og ívilnana til rafbílakaupa hefur farið til tekjuhæsta hóps samfélagsins undanfarin ár. Dreifingin breyttist ekki eftir að beinir styrkir voru teknir upp í stað ívilnana í fyrra. Unnið er að endurskoðun á styrkjunum til þess að gera orkuskipti í samgöngum réttlátari. 9.4.2025 07:01
Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina. 8.4.2025 14:14
Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Forseti Finnlands telur að Norðurlöndin ættu að leggja áherslu á góð samskipti við Bandaríkin til þess að tryggja að þau fari ekki í „ranga átt“. Hann sagðist ekki trúaður á að Bandaríkin segðu skilið við NATO þegar íslenskur þingmaður spurði hann út í framtíð vestræna varnarsamstarfsins. 8.4.2025 10:53
Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Truflanir sem urðu á aðgerðum í netbönkum og á virkni rafrænna skilríkja í morgun eru nú sagðar yfirstaðnar. Enn gætu þó orðið smávægilegar truflanir á meðan unnið er úr bilun sem varð í búnaði Reiknistofu bankanna. 8.4.2025 10:00
Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Takmörkuð virkni hefur verið í netbönkum viðskiptabankanna í morgun sem rakið er til bilunar í búnaði hjá Reiknistofu bankanna. Einnig hefur virkni rafrænna skilríkja verið takmörkuð en Auðkennisappið hefur virkað. 8.4.2025 08:37
Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Umferðarteppa myndaðist á Vesturlandsvegi eftir að Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls. Göngin hafa nú verið opnuð aftur. 7.4.2025 15:05
Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata, fór í ótímabundið veikindaleyfi frá störfum í borgarstjórn um mánaðamótin. Hann hefur setið í borgarstjórn frá síðustu kosningum árið 2022. 7.4.2025 13:46