Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fíkni­efna­notkun talin megin­or­sök banaslyss í Lækjar­götu

Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi.

Stað­festa að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni

Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu.

Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suður­skauts­landinu

Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur náð að sækja eitt elsta ískjarnasýni í heimi djúpt úr Suðurskautslandsísnum. Ísinn er sagður að minnsta kosti 1,2 milljóna ára gamall. Hann getur varpað skýrara ljósi á hvernig lofthjúpur og loftslag jarðar hefur breyst.

Óttast að stór­iðja spilli besta stjörnu­skoðunar­stað jarðar

Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni.

Semja um sjó­flutninga og hafnar­upp­byggingu í Þor­láks­höfn

Sveitarfélagið Ölfuss og flutningafyrirtækið Cargow Thorship hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um áætlunarsiglingar flutningaskipa til Þorlákshafnar sem eiga að hefjast síðar á þessu ári. Samkomulagið felur einnig í sér fyrirheit um uppbyggingu hafnaraðstöðu bæjarins.

Líkurnar á að öf­ga­hægrimaður verði kanslari fara vaxandi

Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum.

Eyddu tundur­duflinu á botni Eyja­fjarðar

Tundurdufli sem togari kom með til Akureyrar í gær var grandað í Eyjafirði í hádeginu. Kafarar köfuðu að tundurduflinu til þess að undirbúa eyðingu þess í morgun.

Sjá meira