Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands

Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu.

Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku

Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi.

Ó­metan­legt að fagna fjöru­tíu ára af­mælinu

Fjörutíu ár eru í dag síðan starfsemi hófst á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Heimilismenn, starfsfólk og gestir fögnuðu afmælinu við hátíðlega athöfn í garði heimilisins, þar sem boðið var upp á veitingar og fjölbreytt tónlistaratriði. 

Mikil vinna fram­undan áður en nýja hverfið rís

Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar.

Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur

Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt í málinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rússar vörpuðu sprengjum á Kænugarð í fyrsta sinn í þrjár vikur. Við ræðum við Íslending í borginni sem er langþreyttur á stríðinu. Leiðtogar G7-ríkjanna koma saman á mikilvægum fundi í dag. Við fjöllum um stöðu mála í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Sérsveit kölluð til eftir að maður mundaði hníf

Sérsveitarmenn handtóku mann í Veghúsum í Grafarvogi í gærkvöldi sem dregið hafði fram hníf í samskiptum við fólk í íbúðinni. Maðurinn var einn í íbúðinni þegar lögregla handtók hann. Heimilisfólk hafði yfirgefið íbúðina fyrr um kvöldið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skotárásin sem gerð var á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt er talin vera hryðjuverk öfgafulls íslamista. Tveir létust og fjórtán særðust. Íslendingur í Noregi óttaðist um hinsegin vini sína og segir skilning fyrir því að gleðigöngu hafi verið frestað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá minningarstund Samtakanna '78 í Norræna húsinu.

Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi

Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi.

Sjá meira