Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Hverfið við stokkinn verði gjör­breytt eftir fimm ár

Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í hundrað eru látnir í mannskæðasta fellibyl í sögu Kentucky-ríkis. Við sýnum myndir frá hamfarasvæðum í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Íslending í St. Louis í Missouri sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina. Hún segir eyðilegginguna ofboðslega.

Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg

Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lögregla lítur grófa árás ungmenna í Kringlunni í gær alvarlegum augum. Mörg mál þar sem ungmenni eiga í hlut hafa komið upp á stuttum tíma. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Árásin gróf og litin alvarlegum augum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist

Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tölvuþrjótar gætu nýtt sér alvarlegan öryggisveikleika, sem uppgötvaðist fyrir helgi. Netöryggissveit reynir að fyrirbyggja árásir. Við ræðum við forstöðumann netöryggissveitarinnar CERT-IS um málið í beinni útsendingu.

Borgar­stjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug

Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar.

Sjá meira