Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stofnaði lífi átta manna í hættu „í á­bata­skyni og á ó­fyrir­leitinn hátt“

Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu.

Mikill reykur þegar kviknaði í ein­angrunar­plasti

Mikill reykur myndaðist á byggingarsvæði við Sigtún, á Blómavalsreitnum svo kallaða, þegar það kviknaði í einangrunarplasti í morgun. Vel gekk að slökkva eldinn en starfsmenn byggingarsvæðisins voru að mestu búin að slökkva þegar slökkvilið kom á vettvang. 

Leik­skóla­kennarar ó­sáttir við vettlinga­­gjörning

Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla.

Eitruð blanda þegar spilling og skipu­lags­mál fara saman

Stór meirihluti fagfólks sem vinnur að skipulagsmálum í íslenskum sveitarfélögum þekkir dæmi um það að fyrirgreiðsla, eða spilling, hafi haft áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga síðustu þrjú ár. Þetta sýna niðurstöður Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur, aðjúnkts við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar.

Sjálf­stæðis­flokkurinn kvelji barna­fólk með vettlinga­gjörningi

Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni.

Enn kröftugt gos úr einum gíg

Enn gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Frá 5. apríl hefur aðeins gosið úr einum gíg í eldgosinu sem hófst þann 16. mars síðastliðinn. Myndatökumaðurinn Björn Steinbekk var á vettvangi í vikunni og myndaði gosið. 

Sex­tán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann.

Vill geta vísað flótta­fólki úr landi innan tveggja sólar­hringa

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf.

Tíðni mann­drápa í takt við fjölgun mann­fjölda

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra.

Sjá meira