Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Eddunnar Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Eddunnar 2024 voru tilkynntar í dag. Á ferð með mömmu, Tilverur og Villibráð eru allar tilnefndar sem kvikmynd ársins. 16.2.2024 14:21
Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. 16.2.2024 13:01
Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 16.2.2024 08:50
Deilt um flöggun Palestínufánans á fundi sveitarstjórnar Heitar umræður sköpuðust á sveitarstjórnarfundi Múlaþings í vikunni um flöggun fána palestínsku heimastjórnarinnar á fánastöng við félagsheimilið Herðubeið á Seyðisfirði og nýjar leiðbeiningar um flöggun á fánastöngum sveitarfélagsins. 16.2.2024 08:17
Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15.2.2024 14:57
Halda leit áfram þriðja daginn í röð Leit heldur áfram þriðja daginn í röð að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dyflinni á Írlandi. Lögreglan er byrjuð að grafa í skóglendi sem afgirt var í gær í garðinum. 15.2.2024 09:08
Hagkvæmara að leigja en eiga á höfuðborgarsvæðinu Töluvert hagkvæmara er að leigja heldur en eiga á höfuðborgarsvæðinu þessa stundina, þar sem mánaðarlegar greiðslur af óverðtryggðum lánum eru allt að 40 prósentum umfram leiguverði. 15.2.2024 08:38
Ekki búin að ákveða hvort framlengja eigi ákvæði um fjöldaflótta Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort framlengja eigi gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. 15.2.2024 06:45
Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. 14.2.2024 20:50
Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. 14.2.2024 14:53