Gengur vel að undirbúa verðmætabjörgun í Grindavík Lögreglustjóri segir viðbragðsaðila á fullu við að undirbúa vitjanir Grindvíkinga á heimilum sínum á morgun. Grindvíkingum verður hleypt inn í bæinn á morgun og á mánudag til að sækja verðmæti. Samskiptastjóri almannavarna segir í boði að samnýta bíla. 3.2.2024 15:39
Mótmæla við Alþingi á mánudag vegna fjölskyldusameininga Boðað hefur verið til mótmæla við Alþingi á mánudag þar sem á að krefjast þess að ráðamenn geri meira til að tryggja að fólk sem hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar á Gasa komist til landsins. 3.2.2024 15:39
Hægt að forrita og prófa kappakstursbíla á UT-messunni í dag Um fimmtán þúsund manns hafa síðustu ár gert sé dagamun á Tæknidegi UT-messunnar. Framkvæmdastjóri á von á því sama í Hörpu dag. UT-messan er bæði ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni. 3.2.2024 14:01
Seldist upp á úrslitakvöld Idol á innan við mínútu Miðar á úrslitaþátt Idol seldust upp á innan við mínútu þegar miðasalan hófst klukkan 12 á hádegi á vef tix.is. Úrslitin af Idol fara fram næsta föstudagskvöld. 3.2.2024 13:11
Önnuðust krefjandi útkall á hafi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem birt var á Facebook-síðu þeirra í morgun. 3.2.2024 11:05
Fimmtán alhvítir dagar og sólskin undir meðallagi Hiti var undir meðallagi í janúar um land allt. Þessi fyrsti mánuður ársins var tiltölulega kaldur og einkenndu hann miklar umhleypingar undir lokin. Samgöngur riðluðust og eitthvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga. Það kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari í janúar. 3.2.2024 10:50
Einn handtekinn eftir hnífaárás í París Karlmaður var handtekinn í París í morgun eftir að hann stakk þrjá á Gare de Lyon lestarstöðinni í París. Á vef AP kemur fram að lögregla hafi handtekið hann stuttu eftir árásina og að hann hafi notað beitt vopn í árásinni sem átti sér stað um klukkan átta í morgun. 3.2.2024 09:53
Dómstóll í Vín úrskurðar um flutning Fritzl Saksóknari í Austurríki hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómstóls í Krems í Austurríki um að flytja Josef Fritzl af réttargeðdeild í öryggisfangelsi í venjulegt fangelsi. 1.2.2024 23:22
Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1.2.2024 23:19
„Sumir myndu bara kalla þetta pjúra spillingu“ Bæjarfulltrúar Viðreisnar, Garðabæjarlistans og Framsóknar í Garðabæ gera alvarlegar athugasemdir við ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar lögmanns í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í Garðabæ. Þær segja ekki gætt að óhlutdrægni og segja Lúðvík flokksbundinn. Sá sem gegni stöðunni þurfi að vera hlutlaus. 1.2.2024 22:51