Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Oftar veik síðustu tvö ár en ára­tuginn á undan

Heilsa landsmanna hefur farið versnandi síðustu tvö árin samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup. Í nýjasta þjóðarpúlsi þeirra segir að Íslendingar hafi verið oftar veikir síðustu tvö ár en áratuginn þar á undan.

Svan­dís grípur til að­gerða þótt lög­fræði­á­lit segi að þess þurfi ekki

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða.

Evrópu­ráð­herrar funda með utan­ríkis­ráð­herrum Ísrael og Palestínu

Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn.

Staða á hús­hitun í Grinda­vík í kortavefsjá

Hægt er að sjá stöðu húshitunar húsa í Grindavík í kortavefsjá. Frá þessu var greint í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær. Þar segir þó að taka þurfi upplýsingunum í kortavefsjánni með fyrirvara því staðan geti breyst með litlum eða engum fyrirvara.

Þing kemur saman og ríkis­stjórn fundar

Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins.

Tóku hurðina af hjörunum og rændu sjóðs­vél

Nóttin virðist hafa verið róleg af dagbók lögreglunnar að dæma. Þó var tilkynnt um líkamsárás í Mosfellsbæ en lögreglan fór á vettvang til að ræða við aðila máls samkvæmt dagbókinni.

Héraðssaksóknari leitar að manni

Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023.

Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niður­greiðslu

Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu.

Sjá meira