Sviðahausapizzur í Hveragerði á bóndadaginn Veitingamaður í Hveragerði ætlar að fara alla leið á bóndadaginn, sem er í dag því hann verður með sviðahausapizzur fyrir þá sem þora. 21.1.2022 07:36
Katrín Jakobsdóttir ekki forsætisráðherra Það getur verið flókið að heita Katrín Jakobsdóttir og það þekkir Katrín sjálf best. 19.1.2022 20:04
Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 17.1.2022 21:03
Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt. 16.1.2022 21:00
Mikil bjartsýni fyrir ferðasumrinu 2022 Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi fyrir sumrinu enda verið að skipuleggja sumarið á fullum krafti með fjölbreyttri dagskrá. Oddviti sveitarfélagsins spáir góðu sumri í ferðaþjónustu. 16.1.2022 15:30
Fjórir kiðlingar fæddir: Fyrstu vorboðarnir í sveitinni Fyrstu vorboðarnir hafa nú litið dagsins ljós á sveitabæ á Suðurlandi því fjórir kiðlingar voru að koma í heiminn þar við mikla ánægju heimilisfólksins. 15.1.2022 21:00
Hinseginvika í Árborg Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar. 15.1.2022 14:06
Lögreglan á Suðurlandi liggur undir feldi með Facebook Eins og kunnugt er þá hefur Lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að hætta á Facebook en á sama tíma hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að halda áfram á Facebook. En hvað ætlar Lögreglan á Suðurlandi að gera? 12.1.2022 09:15
Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn. 9.1.2022 13:03
MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári. 8.1.2022 14:00