Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2022 21:04 Þessi mynd segir meira en nokkur orð um húsakostinn og aðstöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi, sem er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira