Ísland fer niður um sæti hjá veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2.3.2024 23:29
Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2.3.2024 19:48
Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. 2.3.2024 18:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvikuhlaup hófst skammt frá Sýlingarfelli á Reykjanesi rétt fyrir fjögur í dag en öflug og skyndileg skjálftavirkni við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell varð um hálf fimm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá svæðinu við hlaupið og í beinni frá Almannavörnum til að fá skýra mynd af stöðunni. 2.3.2024 18:22
Uppfært hættumat Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra. 2.3.2024 17:34
Vaktin: Kvikuhlaup skammt frá Sýlingarfelli Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss. 2.3.2024 16:11
Deilt um hinn dísæta hnakka: Forheimskandi efnishyggja eða vítamínsprauta? Menningarrýnirinn Davíð Roach segir sér misboðið yfir því hvað samfélagið hafi kóað með tónlistarmanninum Patriki Atlasyni og tónlist hans sem ali á „forheimskandi og mannskemmandi efnishyggju“. Margir eru sammála Davíð á meðan aðrir telja öfund ráða för. 2.3.2024 00:18
Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1.3.2024 21:36
„Þetta er komið að þolmörkum“ Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við. 1.3.2024 20:32
Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1.3.2024 19:37