Bretakonungur berst við bólginn blöðruhálskirtil Karl III Bretakonungur leggst undir hnífinn í næstu viku vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. 17.1.2024 16:00
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17.1.2024 15:22
Prinsessan af Wales lagðist undir hnífinn Kate Middleton, prinsessa af Wales, fór í aðgerð á maga í einkasjúkrahúsi í London og verður á spítala næstu tíu til fjórtán daga. 17.1.2024 14:40
Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. 17.1.2024 13:46
Færeyingar safna fyrir Grindvíkinga Rauði krossinn í Færeyjum hefur hafið söfnun fyrir þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi segir þau hafa haft samband og viljað aðstoða. Söfnun íslenska Rauða krossins gengur mjög vel. 17.1.2024 10:26
„Pabbi minn, þetta verður allt í lagi“ Þuríður Arna Óskarsdóttir var þriggja ára þegar læknar sögðu að hún ætti nokkra mánuði eftir ólifaða. Þvert á yfirlýsingar lækna lifði hún til rúmlega tvítugs. Foreldrar hennar komu í Ísland í dag til að segja frá baráttu Þuríðar og hvernig fjölskyldan tókst á við veikindi hennar. 8.1.2024 22:25
Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8.1.2024 19:14
Tómas rýfur þögnina: „Ég er mannlegur“ Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að hann hafi ekki verið sendur í leyfi frá Landspítalanum heldur fylgt ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Tómas segir að það hvað hann sé fyrirferðamikill í fjölmiðlum hafi orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og hann taki þá gagnrýni til greina. 8.1.2024 18:30
Brjóta verði upp fákeppnisaðstöðu skipafélaganna tveggja Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu í dag með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík til að ræða samkeppnisumhverfið í Sundahöfn, í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja. 8.1.2024 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnarinnar. 8.1.2024 18:01