Portúgalskur prestur þeytir skífum á næturklúbbum Portúgalskur prestur hefur leitað á ný mið til að boða ungu fólki trúnna. Hann þeytir skífum í næturklúbbum í frítíma sínum og spilaði fyrir 1,5 milljón manns í Lissabon á útihátíð á sunnudag. 7.8.2023 12:25
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hrakfarir þátttakenda á Alheimsmóti skáta í Suður Kóreu virðast engan endi ætla að taka. Hitabylgja, úrhellisrigning, skordýrabit og skipulagsleysi hafa sett svip sinn á mótið og nú þarf að rýma svæðið þar sem von er á fellibyl. 7.8.2023 11:58
Alvarlegt vinnuslys við heyskap í Dölunum Alvarlegt vinnuslys átti sér stað á Vesturlandi á laugardag þegar kona slasaðist illa við heyskap í Dölum. Konan er ekki sögð í lífshættu. 7.8.2023 09:42
Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7.8.2023 09:00
Þurrt framan af en skúrir eftir hádegi Það verður breytileg átt í dag, víða þrír til átta metrar á sekúndu, en hvassara á Suðausturlandi. Skýjað með köflum og þurrt til að byrja með en eftir hádegi myndast skúrir á víð og dreif á sunnan- og vestanverðu landinu, annars bjart og þurrt. 7.8.2023 08:26
Keppti í hlaupaskotfimi í Crocs-skóm og kynlífsbol Einn keppenda í hlaupaskotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ í gær klæddist Crocs-skóm. Sá fór kröftuglega af stað en þegar á leið dró úr honum og landaði hann ekki sigri. Mótið hefur farið fram á Sauðárkróki yfir verslunarmannahelgina. 7.8.2023 08:06
Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. 7.8.2023 07:29
Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4.8.2023 16:36
Bókasafnsbók skilað 53 árum of seint Eintaki af klassísku vísindaskáldsögunni 2001: A Space Odyssey birtist á bókasafni í Scunthorpe 53 árum eftir að hún var tekin að láni. 4.8.2023 16:05
Rennibrautarferð lögreglumanns vekur kátínu netverja Lögreglumaður í Boston slasaðist þegar hann renndi sér á ógnarhraða niður málmrennibraut í borginni. Myndband sem sýnir manninn þeytast út úr rennibrautinni og lenda á andlitinu hefur vakið mikla athygli. 4.8.2023 14:14