„Til skammar að þetta mæti fólki þegar það kemur út úr flugstöðinni“ Rútubílstjórar segja umhirðu við Leifsstöð ekki nógu góða. Það sé of sjaldan þrifið og það vanti aukið aðgengi að ruslatunnum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að þrif á vellinum miðist við fjölda farþega hverju sinni en fyrirtækið taki öllum ábendingum alvarlega. 30.7.2023 15:05
Bankaræningi náðist eftir að hann datt ofan í endurvinnslutunnu Bankaræningi datt ofan í bláa endurvinnslutunnu þegar hann reyndi að flýja af vettvangi í Huron í Ohio. Lögregluþjónar biðu eftir honum við tunnuna og var hann í kjölfarið handtekinn. 30.7.2023 10:31
Loftslagsbreytingar og hafið, borgaraleg gildi og ferðamannastaðir í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30.7.2023 09:46
Fann ástina í örmum barnastjörnunnar úr Love Actually Talulah Riley, leikkona og fyrrverandi eiginkona Elon Musk, og Thomas Brodie-Sangster, barnastjarna sem er þekktastur fyrir leik sinn í Love Actually, eru trúlofuð. 30.7.2023 09:32
Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30.7.2023 08:24
Mikið um líkamsárásir og ölvunarakstur Lögreglu barst töluverður fjöldi tilkynninga um líkamsárásir í nótt. Þá var fjöldi fólks handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 30.7.2023 07:46
„Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30.7.2023 07:01
Moe's Bar falur fyrir 99 milljónir Fasteignin Jafnasel 6 í Breiðholtinu, þar sem barinn Moe's Bar hefur verið rekinn undanfarin fjórtán ár, hefur verið sett á sölu fyrir 99 milljónir króna. 29.7.2023 14:35
Drapst eftir ákafar samfarir með bróður sínum Sækýrin Hugh drapst eftir að hafa stundað ákaft kynlíf með bróður sínum, Buffett, í heilan dag á sædýrasafninu Mote Marine Laboratory & Aquarium í Flórída. 29.7.2023 11:02
Endurlífguðu orm sem hafði verið frosinn í 46 þúsund ár Vísindamönnum hefur tekist að þíða og endurlífga þráðorma sem höfðu legið frosnir í síberískum sífrera í um 46 þúsund ár. Ormarnir eru taldir hafa verið uppi á ísöld, á sama tíma og loðfílar og sverðtígrar. 29.7.2023 09:28