Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hlýtt og bjart á Vestur­landi en skýjað annars staðar

Norðaustlæg eða breytileg átt í dag, víða gola eða kaldi en strekkingur við suðausturströndina. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, en bjartara veður á Vesturlandi. Hiti á bilinu átta til sautján stig.

Til­kynnt um grun­sam­lega menn með hnífa

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir víða um bæinn, þar á meðal tilkynning um grunsamlega menn með hnífa. Þá var mikið af ölvunartengdum málum og nokkur slagsmál.

Fyrsta konan tekin af lífi í Singa­púr í ní­tján ár

Kona sem hlaut dauðarefsingu og var hengd í Singapúr í dag er fyrsta konan sem er tekin af lífi þar í landi í næstum tuttugu ár. Landið er með eina hörðustu vímuefnalöggjöf í heimi og beitir dauðarefsingunni óspart.

Áfram sumar og sól í dag

Það verður áfram bjart og hlýtt í suðvesturfjórðungi landsins, en norðan- og austanlands verður áfram skýjað og lítilsháttar væta. Það verður norðaustlæg átt og strekkingur á norðvestanverðu landinu og með suðausturströndinni.

Starfaði ekki með börnum innan Sam­takanna ’78

Stjórn Samtakanna ’78 áréttar að einstaklingur sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum hefur aldrei unnið sjálfboðaliðastörf með börnum eða ungmennum innan samtakanna. Þá er viðkomandi ekki lengur á sjálfboðaliðskrá þeirra.

Kveikti í sér til að mót­mæla of­ríki kvik­myndarisa

Áhættuleikarinn Mike Massa kveikti í sér á fjöldafundi SAG-AFTRA, verkalýðsfélagi starfsfólks í bandarísku sjónvarpi og útvarpi, til að mótmæla ofríki kvikmyndastúdíóa. Umfangsmestu verkföll í Hollywood í áratugi standa nú yfir.

Sjá meira