Tilkynnt um grunsamlega menn með hnífa Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 08:09 Lögreglan sinnti fjölda ölvunartengdra mála í nótt. Þá barst henni fjöldi tilkynninga um grunsamlegar mannaferðir. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir víða um bæinn, þar á meðal tilkynning um grunsamlega menn með hnífa. Þá var mikið af ölvunartengdum málum og nokkur slagsmál. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum og vegna símanotkunar undir stýri. Lögreglunni barst tilkynning um grunsamlega einstaklinga með hnífa. Lögregla fann þá ekki eftir leit. Þá barst fjöldi af tilkynningum almennt um grunsamlegar mannaferðir enda hefur innbrotahrinu herjað á höfuðborgarsvæðið. Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu og kvað hóp fólks hafa kastað glerflöskum í átt að sér en sloppið við að fá þær í sig. Lögreglan ræddi við meinta glerflöskugrýtara og var málið klárað á vettvangi. Einnig var tilkynnt um þjófnað í íþróttamiðstöð. Málið er til rannsóknar en ekki kemur fram hvar sú íþróttamiðstöð er. Of mikil ölvun Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi sem voru til ama. Tilkynnt var um ölvaðan einstakling sem ráfaði á milli veitingastaða í miðborginni og áreitti gesti. Lögreglan ræddi við viðkomandi og gekk hann síðan leiðar sinnar. Annar einstaklingur var sakaður um hótanir í garð starfsfólks á veitingastað. Þá voru nokkrir sem höfðu ekki gætt sín á Bakkusi. Einn slíkur hafði sofnað ölvunarsvefni utandyra og var vakinn af lögreglu. Annar ölvaður einstaklingur sem gat ekki valdið sér sjálfur fékk aðstoð við að koma sér heim. Sá þriðji var vistaður í fangaklefa vegna brots á áfengislögum. Slagsmál á ölhúsum Aðstoðar lögreglu var óskað vegna slagsmála á ölhúsi í Breiðholtinu og var einn fluttur á slysadeild vegna slagsmálanna. Einnig barst lögreglu tilkynning um slagsmál á ölhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þá varð umferðaróhapp þar sem ekið var á grindverk. Einn einstaklingur var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til frekari aðhlynningar en ekki er vitað hver meiðsli hans eru. Lögreglumál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum og vegna símanotkunar undir stýri. Lögreglunni barst tilkynning um grunsamlega einstaklinga með hnífa. Lögregla fann þá ekki eftir leit. Þá barst fjöldi af tilkynningum almennt um grunsamlegar mannaferðir enda hefur innbrotahrinu herjað á höfuðborgarsvæðið. Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu og kvað hóp fólks hafa kastað glerflöskum í átt að sér en sloppið við að fá þær í sig. Lögreglan ræddi við meinta glerflöskugrýtara og var málið klárað á vettvangi. Einnig var tilkynnt um þjófnað í íþróttamiðstöð. Málið er til rannsóknar en ekki kemur fram hvar sú íþróttamiðstöð er. Of mikil ölvun Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi sem voru til ama. Tilkynnt var um ölvaðan einstakling sem ráfaði á milli veitingastaða í miðborginni og áreitti gesti. Lögreglan ræddi við viðkomandi og gekk hann síðan leiðar sinnar. Annar einstaklingur var sakaður um hótanir í garð starfsfólks á veitingastað. Þá voru nokkrir sem höfðu ekki gætt sín á Bakkusi. Einn slíkur hafði sofnað ölvunarsvefni utandyra og var vakinn af lögreglu. Annar ölvaður einstaklingur sem gat ekki valdið sér sjálfur fékk aðstoð við að koma sér heim. Sá þriðji var vistaður í fangaklefa vegna brots á áfengislögum. Slagsmál á ölhúsum Aðstoðar lögreglu var óskað vegna slagsmála á ölhúsi í Breiðholtinu og var einn fluttur á slysadeild vegna slagsmálanna. Einnig barst lögreglu tilkynning um slagsmál á ölhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þá varð umferðaróhapp þar sem ekið var á grindverk. Einn einstaklingur var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til frekari aðhlynningar en ekki er vitað hver meiðsli hans eru.
Lögreglumál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira