Kveikti í sér til að mótmæla ofríki kvikmyndarisa Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2023 11:10 Það var ansi tilkomumikið þegar Mike Massa steig logandi á svið á mánudag. Instagram/Twitter Áhættuleikarinn Mike Massa kveikti í sér á fjöldafundi SAG-AFTRA, verkalýðsfélagi starfsfólks í bandarísku sjónvarpi og útvarpi, til að mótmæla ofríki kvikmyndastúdíóa. Umfangsmestu verkföll í Hollywood í áratugi standa nú yfir. Massa gekk út á sviðið þakinn logum á fjöldafundinum sem var haldinn í Atlanta í Georgíu á mánudag. Þar að auki hélt hann á skilti sem á stóð „SAG-AFTRA í verkfalli!“. Honum var fagnað með hrópum og klöppum. View this post on Instagram A post shared by Elena Sanchez (@theelenasanchez) Í viðtali við Washington Post sagðist Massa hafa samþykkt að taka þátt í átján sekúndna áhættuatriðinu til að sýna að áhættuleikarar væru frekar til í að láta brenna sig líkamlega en að leyfa stúdíóunum að grilla sig með vondum kjörum. Massa hefur starfað sem áhættuleikari í fjölda ára og verið áhættustaðgengill fyrir Harrison Ford í nokkrum myndum, þar á meðal Indiana Jones and the Dial of Destiny sem kom út fyrr í sumar. Á Instagram-síðu Massa skrifaði hann færslu þar sem hann sagði áhættuleikara vera þreytta á að vera brenndir af AMPTP, sambandi kvikmyndagerðar- og sjónvarpsframleiðenda. View this post on Instagram A post shared by Mike Massa (@mikemassa1x) Umfangsmestu verkföll í sextíu ár Stjórn SAG-AFTRA samþykkti 13. júlí að fara í verkfall sem náði til um 160 þúsund leikara. Samningaviðræður höfðu fyrir það staðið yfir í margar vikur við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stúdíóa og streymisveitna. Stéttarfélagið fór fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar en fengu ekki sínu fram. Á meðan á verkfallinu stendur mega leikarar hvorki leika né sinna ýmsum kynningum á myndum á borð við frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Handritshöfundar í Hollywood voru þegar komnir í verkfall sem hófst 2. maí síðastliðinn. Það hefur ekki gerst síðan 1960 að bæði leikarar og handritshöfundar fari í verkfall samtímis. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Massa gekk út á sviðið þakinn logum á fjöldafundinum sem var haldinn í Atlanta í Georgíu á mánudag. Þar að auki hélt hann á skilti sem á stóð „SAG-AFTRA í verkfalli!“. Honum var fagnað með hrópum og klöppum. View this post on Instagram A post shared by Elena Sanchez (@theelenasanchez) Í viðtali við Washington Post sagðist Massa hafa samþykkt að taka þátt í átján sekúndna áhættuatriðinu til að sýna að áhættuleikarar væru frekar til í að láta brenna sig líkamlega en að leyfa stúdíóunum að grilla sig með vondum kjörum. Massa hefur starfað sem áhættuleikari í fjölda ára og verið áhættustaðgengill fyrir Harrison Ford í nokkrum myndum, þar á meðal Indiana Jones and the Dial of Destiny sem kom út fyrr í sumar. Á Instagram-síðu Massa skrifaði hann færslu þar sem hann sagði áhættuleikara vera þreytta á að vera brenndir af AMPTP, sambandi kvikmyndagerðar- og sjónvarpsframleiðenda. View this post on Instagram A post shared by Mike Massa (@mikemassa1x) Umfangsmestu verkföll í sextíu ár Stjórn SAG-AFTRA samþykkti 13. júlí að fara í verkfall sem náði til um 160 þúsund leikara. Samningaviðræður höfðu fyrir það staðið yfir í margar vikur við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stúdíóa og streymisveitna. Stéttarfélagið fór fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar en fengu ekki sínu fram. Á meðan á verkfallinu stendur mega leikarar hvorki leika né sinna ýmsum kynningum á myndum á borð við frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Handritshöfundar í Hollywood voru þegar komnir í verkfall sem hófst 2. maí síðastliðinn. Það hefur ekki gerst síðan 1960 að bæði leikarar og handritshöfundar fari í verkfall samtímis.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira