Ofurfyrirsæta á sextugsaldri eignaðist son Enska ofurfyrirsætan Naomi Campbell greindi frá því í dag að hún hefði eignast son og væri orðin tveggja barna móðir, 53 ára að aldri. 29.6.2023 22:28
Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. 29.6.2023 21:25
Ekin-Su og Davide hætt saman Stjörnuparið Ekin-Su Cülcüloğlu og Davide Sanclimenti, sem unnu Love Island í fyrra, eru hætt saman eftir ellefu mánaða samband. 29.6.2023 18:46
Kallar eftir að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu Óvissa ríkir um framhald flugkennslu hjá Flugakademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfsmenn skólans. Framkvæmdastjóri gagnrýnir að fyrirheitum í flugstefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flugnám að vera hluti af menntakerfinu og heyra undir menntamálaráðherra en ekki innviðaráðherra. 29.6.2023 18:19
Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. 29.6.2023 17:51
„Ekkert tengslanet, engin vinna“ Menntaðir innflytjendur upplifa það ómögulegt að fá vinnu á íslenskum vinnumarkaði án hjálpar tengslanets segir náms- og starfsráðgjafi. Erlend menntun sé verr metin en íslensk, upplýsingamiðlun til innflytjenda sé ábótavant og úrval af íslenskunámi fyrir útlendinga sé einsleitt. 29.6.2023 07:01
Magnaðar myndir af sandstormi í Reynisfjöru Rax fangaði stórbrotnar myndir frá Reynisfjöru í gær þar sem sandstormar herjuðu á ferðamenn. Einn fauk í sandinn og annar þurfti að bera barn sitt vegna vindsins sem fór upp í rúma 30 metra á sekúndu. 28.6.2023 14:00
Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28.6.2023 11:53
Titanic-leikarinn Lew Palter látinn Leikarinn Lew Palter, þekktastur fyrir leik sinn í Titanic, lést þann 21. maí síðastliðinn á heimili sínu í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 94 ára að aldri. 28.6.2023 10:05
FÍH hafði betur gegn Rúv Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum. 28.6.2023 10:00