Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2025 07:02 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, telur fyrri ríkisstjórn verða að svara hvernig misskilningur um losunarmarkmið landsins kom til. Vísir/Anton Brink Loftslagsráðherra segir áralangan misskilning stjórnvalda á þeirra eigin losunarmarkmiði „stórkostlegan áfellisdóm“ yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi sem fyrri ríkisstjórnir þurfi að svara fyrir. Ríkisendurskoðun ætlar að taka út stjórnsýslu loftslagsmála. Íslensk stjórnvöld leiðréttu svonefnt landsákvarðað framlag sitt til Parísarsamningsins í haust. Það gerðu þau eftir að í ljós kom í fyrra að þau hefðu vísað til losunarmarkmiðs Evrópusambandsins í stað þess að setja sér sitt eigið markmið. Ástæðan virðist hafa verið sú að stjórnvöld hafi um árabil misskilið eðli samstarfs við Evrópusambandið og Noreg um Parísarsamninginn, að minnsta kosti frá því að þau skiluðu inn uppfærðu landsframlagi árið 2021 og líklega lengur. Ísland hefur átt í samstarfi við ESB frá upphafi Parísarsamningsins og varðandi Kýótóbókunina, forvera þess. Eftir leiðréttinguna er landsframlag Íslands til Parísarsamningsins nú 41 prósent samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við árið 2005 fyrir árið 2030 í stað 55 prósenta miðað við árið 1990 þegar vísað var til ESB-markmiðsins. „Þetta er auðvitað stórkostlegur áfellisdómur yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi og þetta er auðvitað eitthvað sem fyrri ríkisstjórnir verða að svara fyrir hvernig í ósköpunum svona misskilningur getur verið uppi árum saman,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við Vísi. Niðurstaða svonefnds sprettshóps, starfshóps sem sem skoðaði málið í skyndi, sem Jóhann Páll skipaði þegar hann tók við ráðuneytinu var að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið skuldbindingar sínar og eðli samstarfsins við ESB frá upphafi. Hópurinn fór meðal annars yfir öll samskipti fulltrúa Íslands og ESB aftur í tímann. Hann skilji vel að fólk klóri sér yfir kollinum hvernig þetta gat gerst. „Ég gapti auðvitað yfir þessu þegar ég kom inn í ráðuneytið og mér var greint frá því að þetta væri staðan,“ segir ráðherrann. Misskilningur frá upphafi Óvissa um framlag Íslands kom fyrst upp í óformlegum athugasemdum þegar Parísarsamningurinn var tekinn út snemma árs 2024. Í kjölfarið staðfestu fulltrúar sammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og ESB skilning sinn á orðalagi framlagsins. Niðurstaða svonefnds sprettshóps, starfshóps sem sem skoðaði málið í skyndi, sem Jóhann Páll skipaði þegar hann tók við ráðuneytinu var að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið skuldbindingar sínar og eðli samstarfsins við ESB frá upphafi. Hópurinn fór meðal annars yfir öll samskipti fulltrúa Íslands og ESB aftur í tímann. „Þá er það okkar hlutverk að greiða úr þeim misskilningi, leiðrétta og tryggja að Ísland sé með markmið gagnvart Parísarsamningnum sem við getum raunverulega staðið undir. Þess vegna ákváðum við að leiðrétta þetta landsákvarðaða framlag,“ segir Jóhann Páll. Varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi staðfesti skilning sambandsins á því að Ísland væri með sérstaka aðild að Parísarsamningum við Vísi í vikunni. Samstarfið byggði á sameiginlegri skuldbindingu um að ná markmiðum samningsins. Ríkisendurskoðun sendi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu bréf á miðvikudag þar sem því var tilkynnt um stjórnsýsluúttekt á stjórnsýslu loftslagsmála. Hún eigi einkum að beinast að skipulagi, árangri, upplýsingamiðlun og fjármögnun á tímabilinu 2018 til 2025. Stefnt er að því að birta skýrslu með niðurstöðunum næsta vor. Misskilningurinn aðeins um markmiðið, ekki samstarfið í heild Samstarf Íslands og ESB gagnvart Parísarsamningnum snýst í reynd um að íslensk stjórnvöld hafa tekið upp þau stjórnerkfi sem Evrópusambandið hefur smíðað utan um loftslagsmarkmið sín og halda utan um samfélagslega losun, stóriðjulosun og losun frá landi. Þá hefur Ísland gengist undir skuldbindingar gagnvart þessum evrópsku kerfum sem eru óháðar Parísarsamningnum þó að markmið þeirra byggist á honum. Jóhann Páll segir að það flæki málið að misskilningurinn snúist aðeins um uppgjör Íslands gagnvart Parísarsamningnum en ekki um samstarfið við ESB í lofstlagsmálum. „Þessar spurningar um uppgjörið eru kannski ekki eitthvað sem er viðvarandil til umræðu heldur meira eitthvað sem kemur upp þegar er verið að skila gögnum á einhverra ára fresti,“ segir ráðherrann. Ísland gerðist aðili að Parísarsamkomulaginu í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Loftslagsráðherra segir nú að stjórnvöld hafi misskilið samstarf við ESB um samninginn frá upphafi.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið hefur vísað til þess að stjórnvöld hafi talið að samstarfið við ESB væri sama eðlis og á tíma Kýótóbókunarinnar. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með sambandinu. Parísarsamningurinn var hins vegar ólíkur Kýótóbókuninni að hann lagði ekki lagalega bindandi kvaðir um samdrátt í losun á ríki heldur skuldbatt hann þau til þess að tilkynna losunarmarkmið og uppfæra þau upp á við á nokkurra ára fresti. Breytingin var meðal annars gerð að kröfu Bandaríkjanna en nær ómögulegt hefði verið fyrir Barack Obama, þáverandi forseta þeirra, að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun vegna andstöðu Repúblikanaflokksins sem viðurkennir ekki vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Evrópusambandið Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Íslensk stjórnvöld leiðréttu svonefnt landsákvarðað framlag sitt til Parísarsamningsins í haust. Það gerðu þau eftir að í ljós kom í fyrra að þau hefðu vísað til losunarmarkmiðs Evrópusambandsins í stað þess að setja sér sitt eigið markmið. Ástæðan virðist hafa verið sú að stjórnvöld hafi um árabil misskilið eðli samstarfs við Evrópusambandið og Noreg um Parísarsamninginn, að minnsta kosti frá því að þau skiluðu inn uppfærðu landsframlagi árið 2021 og líklega lengur. Ísland hefur átt í samstarfi við ESB frá upphafi Parísarsamningsins og varðandi Kýótóbókunina, forvera þess. Eftir leiðréttinguna er landsframlag Íslands til Parísarsamningsins nú 41 prósent samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við árið 2005 fyrir árið 2030 í stað 55 prósenta miðað við árið 1990 þegar vísað var til ESB-markmiðsins. „Þetta er auðvitað stórkostlegur áfellisdómur yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi og þetta er auðvitað eitthvað sem fyrri ríkisstjórnir verða að svara fyrir hvernig í ósköpunum svona misskilningur getur verið uppi árum saman,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við Vísi. Niðurstaða svonefnds sprettshóps, starfshóps sem sem skoðaði málið í skyndi, sem Jóhann Páll skipaði þegar hann tók við ráðuneytinu var að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið skuldbindingar sínar og eðli samstarfsins við ESB frá upphafi. Hópurinn fór meðal annars yfir öll samskipti fulltrúa Íslands og ESB aftur í tímann. Hann skilji vel að fólk klóri sér yfir kollinum hvernig þetta gat gerst. „Ég gapti auðvitað yfir þessu þegar ég kom inn í ráðuneytið og mér var greint frá því að þetta væri staðan,“ segir ráðherrann. Misskilningur frá upphafi Óvissa um framlag Íslands kom fyrst upp í óformlegum athugasemdum þegar Parísarsamningurinn var tekinn út snemma árs 2024. Í kjölfarið staðfestu fulltrúar sammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og ESB skilning sinn á orðalagi framlagsins. Niðurstaða svonefnds sprettshóps, starfshóps sem sem skoðaði málið í skyndi, sem Jóhann Páll skipaði þegar hann tók við ráðuneytinu var að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið skuldbindingar sínar og eðli samstarfsins við ESB frá upphafi. Hópurinn fór meðal annars yfir öll samskipti fulltrúa Íslands og ESB aftur í tímann. „Þá er það okkar hlutverk að greiða úr þeim misskilningi, leiðrétta og tryggja að Ísland sé með markmið gagnvart Parísarsamningnum sem við getum raunverulega staðið undir. Þess vegna ákváðum við að leiðrétta þetta landsákvarðaða framlag,“ segir Jóhann Páll. Varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi staðfesti skilning sambandsins á því að Ísland væri með sérstaka aðild að Parísarsamningum við Vísi í vikunni. Samstarfið byggði á sameiginlegri skuldbindingu um að ná markmiðum samningsins. Ríkisendurskoðun sendi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu bréf á miðvikudag þar sem því var tilkynnt um stjórnsýsluúttekt á stjórnsýslu loftslagsmála. Hún eigi einkum að beinast að skipulagi, árangri, upplýsingamiðlun og fjármögnun á tímabilinu 2018 til 2025. Stefnt er að því að birta skýrslu með niðurstöðunum næsta vor. Misskilningurinn aðeins um markmiðið, ekki samstarfið í heild Samstarf Íslands og ESB gagnvart Parísarsamningnum snýst í reynd um að íslensk stjórnvöld hafa tekið upp þau stjórnerkfi sem Evrópusambandið hefur smíðað utan um loftslagsmarkmið sín og halda utan um samfélagslega losun, stóriðjulosun og losun frá landi. Þá hefur Ísland gengist undir skuldbindingar gagnvart þessum evrópsku kerfum sem eru óháðar Parísarsamningnum þó að markmið þeirra byggist á honum. Jóhann Páll segir að það flæki málið að misskilningurinn snúist aðeins um uppgjör Íslands gagnvart Parísarsamningnum en ekki um samstarfið við ESB í lofstlagsmálum. „Þessar spurningar um uppgjörið eru kannski ekki eitthvað sem er viðvarandil til umræðu heldur meira eitthvað sem kemur upp þegar er verið að skila gögnum á einhverra ára fresti,“ segir ráðherrann. Ísland gerðist aðili að Parísarsamkomulaginu í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Loftslagsráðherra segir nú að stjórnvöld hafi misskilið samstarf við ESB um samninginn frá upphafi.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið hefur vísað til þess að stjórnvöld hafi talið að samstarfið við ESB væri sama eðlis og á tíma Kýótóbókunarinnar. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með sambandinu. Parísarsamningurinn var hins vegar ólíkur Kýótóbókuninni að hann lagði ekki lagalega bindandi kvaðir um samdrátt í losun á ríki heldur skuldbatt hann þau til þess að tilkynna losunarmarkmið og uppfæra þau upp á við á nokkurra ára fresti. Breytingin var meðal annars gerð að kröfu Bandaríkjanna en nær ómögulegt hefði verið fyrir Barack Obama, þáverandi forseta þeirra, að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun vegna andstöðu Repúblikanaflokksins sem viðurkennir ekki vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Evrópusambandið Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira