Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segja að ögur­stund sé runnin upp í Seyðis­firði

Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann.

Brugðið vegna um­mæla Trumps og segir blikur á lofti í al­þjóða­málum

Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi.

Formannsslagur í upp­siglingu eftir brott­hvarf Bjarna

Nýja árið fer af stað með látum og stórtíðindum úr stjórnmálunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram og þá ætlar hann að segja skilið við stjórnmálin. 

Ýmsar í­vilnanir til handa læknum á lands­byggðinni í skoðun

Til skoðunar er að veita læknum sem starfa á landsbyggðinni ívilnanir á borð við að fella niður hluta af námslánum þeirra og jafnvel ráðast í skattaívilnanir. Heilbrigðisráðherra segir læknaskort í Rangárvallasýslu óásættanlegan og að forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta úr. Íbúar upplifa öryggisleysi.

Vig­dís á allra vörum og nýtt nám­skeið kynnt til sögunnar

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var langt á undan sinni samtíð með áherslu sinni á íslenska tungu og á náttúruna í forsetatíð. Þetta segir ævisöguritari Vigdísar sem hefur í tilefni af nýjum þáttum um Vigdísi, útbúið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um upphaf, mótun og áhrif hennar.

Snjórinn léttur og laus í sér og fer auð­veld­lega af stað

Snæviþakin jörð blasti við íbúum á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir héldu út í daginn í morgun. Talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi og með deginum tekur að blása úr norðaustri og því er útlit fyrir að ansi blint verði á vestan til.

„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“

Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu.

Jóla­gjafirnar í ár hittu beint í mark

Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af. 

Sjá meira